Út frá ljótum misskilningi hittust Steinunn og Sigurður ekki í 44 ár Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2021 10:30 Steinunn segir magnaða ástarsögu í Íslandi í dag á Stöð 2. Steinunn Helga Hákonardóttur fékk verðlaun fyrir ástarsögu sem hún sendi inn í ástarsögukeppni Morgunblaðsins. Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni. Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni.
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira