Stúdentar á Vetrargarði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 09:33 Íbúar á Vetrargarði munu ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar renna út. Vísir/Vilhelm Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara. Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira