Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 00:01 Þúsundir mótmælenda hafa komið saman í Moskvu og víðar um Rússland í dag. Margir þeirra hafa verið handteknir. Getty/Mikhail Svetlov Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. Meðal þeirra sem hafa verið handtekin í dag er Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, en henni var síðar sleppt. Þá hefur bróðir Navalny og Mara Alyokhina, aðgerðasinni úr hljómsveitinni Pussy Riot, verið sett í stofufangelsi. Blaðamenn og ýmsir aðgerðasinnar sem berjast fyrir mannréttindum eru einnig meðal hinna handteknu. Að því er BBC greinir frá hafa það margir verið handteknir í Moskvu að lögreglan ku vera í vandræðum með að finna pláss fyrir allt fólkið sem er í haldi. Í Moskvu hefur lögreglan lokað lestarstöðvum og miðborgin hefur verið lokuð af. „Það er áhættusamt að mótmæla í Rússlandi. Jafnvel þótt þú sleppir undan lögreglu gætir þú verið rekinn, átt yfir höfði þér þunga sekt eða að höfðað verði gegn þér sakamál,“ skrifar Sarah Rainsford, fréttaritari BBC í Moskvu í fréttaskýringu. More than 5,000 people have been arrested and detained by police in protests across Russia in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Get the latest updates from Russia: https://t.co/U51LvSFibI pic.twitter.com/gTr1nOULCP— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Framganga rússneskra stjórnvalda í garð mótmælenda og handtaka Navalnys hefur sætt mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum. Josep Borell, æðsti yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, er meðal þeirra sem hvatt hefur yfirvöld í Rússlandi til að virða réttindi mótmælenda og blaðamanna í Rússlandi. I deplore widespread detentions and disproportionate use of force against protesters and journalists in #Russia again today. People must be able to exercise their right to demonstrate without fear of repression. Russia needs to comply with its international commitments.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) January 31, 2021 Líkt og áður segir hafa mótmælendur komið saman víða um landið, meðal annars í borginni Novosibirsk í Síberíu, þar sem að minnsta kosti tvö þúsund mótmælendur örkuðu götur borgarinnar í dag og kölluðu slagorðin „frelsi“ og „Pútín er þjófur.“ Í Yakutsk sem einnig er í Síberíu fór frost niður í fjörutíu stig í dag sem kom þó ekki í veg fyrr mótmæli. „Ég er þreyttur á alræðishyggjunni og lögleysunni hjá stjórnvöldum. Engum spurningum hefur verið svarað. Ég vil skýrleika, opið samfélag og breytingar. Það er þess vegna sem ég kom hingað,“ sagði maður að nafni Ivan sem þar tók þátt í mótmælum. Tens of thousands of people turned out across Russia on Sunday for a second consecutive weekend rally in support of a jailed opposition leader, Aleksei Navalny. But where the protesters went, so did the police, meeting them in sometimes brutal clashes.https://t.co/adEMlWDM6g pic.twitter.com/KdnkalGS8e— The New York Times (@nytimes) January 31, 2021 Navalny var fangelsaður eftir að hann snéri aftur til Rússlands frá Þýskalandi eftir að hafa jafnað sig eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Sjálfur segir hann rússnesku öryggislögregluna bera ábyrgð á morðtilrauninni gegn sér en því hefur verið hafnað af forsetaembættinu í Kremlin. Navalny segir handtöku sína vera með öllu ólögmæta. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla á þriðjudaginn. Cops on Sukharevska square just arrested a journalist. #navalnyprotests #CNN #Russia pic.twitter.com/M64xaUYnQl— Frederik Pleitgen (@fpleitgenCNN) January 31, 2021 Rússland Andóf Pussy Riot Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. Meðal þeirra sem hafa verið handtekin í dag er Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, en henni var síðar sleppt. Þá hefur bróðir Navalny og Mara Alyokhina, aðgerðasinni úr hljómsveitinni Pussy Riot, verið sett í stofufangelsi. Blaðamenn og ýmsir aðgerðasinnar sem berjast fyrir mannréttindum eru einnig meðal hinna handteknu. Að því er BBC greinir frá hafa það margir verið handteknir í Moskvu að lögreglan ku vera í vandræðum með að finna pláss fyrir allt fólkið sem er í haldi. Í Moskvu hefur lögreglan lokað lestarstöðvum og miðborgin hefur verið lokuð af. „Það er áhættusamt að mótmæla í Rússlandi. Jafnvel þótt þú sleppir undan lögreglu gætir þú verið rekinn, átt yfir höfði þér þunga sekt eða að höfðað verði gegn þér sakamál,“ skrifar Sarah Rainsford, fréttaritari BBC í Moskvu í fréttaskýringu. More than 5,000 people have been arrested and detained by police in protests across Russia in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Get the latest updates from Russia: https://t.co/U51LvSFibI pic.twitter.com/gTr1nOULCP— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Framganga rússneskra stjórnvalda í garð mótmælenda og handtaka Navalnys hefur sætt mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum. Josep Borell, æðsti yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, er meðal þeirra sem hvatt hefur yfirvöld í Rússlandi til að virða réttindi mótmælenda og blaðamanna í Rússlandi. I deplore widespread detentions and disproportionate use of force against protesters and journalists in #Russia again today. People must be able to exercise their right to demonstrate without fear of repression. Russia needs to comply with its international commitments.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) January 31, 2021 Líkt og áður segir hafa mótmælendur komið saman víða um landið, meðal annars í borginni Novosibirsk í Síberíu, þar sem að minnsta kosti tvö þúsund mótmælendur örkuðu götur borgarinnar í dag og kölluðu slagorðin „frelsi“ og „Pútín er þjófur.“ Í Yakutsk sem einnig er í Síberíu fór frost niður í fjörutíu stig í dag sem kom þó ekki í veg fyrr mótmæli. „Ég er þreyttur á alræðishyggjunni og lögleysunni hjá stjórnvöldum. Engum spurningum hefur verið svarað. Ég vil skýrleika, opið samfélag og breytingar. Það er þess vegna sem ég kom hingað,“ sagði maður að nafni Ivan sem þar tók þátt í mótmælum. Tens of thousands of people turned out across Russia on Sunday for a second consecutive weekend rally in support of a jailed opposition leader, Aleksei Navalny. But where the protesters went, so did the police, meeting them in sometimes brutal clashes.https://t.co/adEMlWDM6g pic.twitter.com/KdnkalGS8e— The New York Times (@nytimes) January 31, 2021 Navalny var fangelsaður eftir að hann snéri aftur til Rússlands frá Þýskalandi eftir að hafa jafnað sig eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Sjálfur segir hann rússnesku öryggislögregluna bera ábyrgð á morðtilrauninni gegn sér en því hefur verið hafnað af forsetaembættinu í Kremlin. Navalny segir handtöku sína vera með öllu ólögmæta. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla á þriðjudaginn. Cops on Sukharevska square just arrested a journalist. #navalnyprotests #CNN #Russia pic.twitter.com/M64xaUYnQl— Frederik Pleitgen (@fpleitgenCNN) January 31, 2021
Rússland Andóf Pussy Riot Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira