Klopp útskýrði „rifrildið“ við Milner á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 09:31 James Milner og Jürgen Klopp ræða á málin á hliðarlínunni í gær en Milner var allt annað en sáttur. Getty/John Walton James Milner var ekki sáttur þegar Jürgen Klopp tók hann af velli í leiknum á móti West Ham í gær. Knattspyrnustjórinn útskýrði hvað var í gangi hjá þeim félögum í viðtölum eftir leikinn. Jürgen Klopp tók James Milner af velli á 57. mínútu í 3-1 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þá var staðan enn markalaus en reynsluboltinn virtist vera reiður knattspyrnustjóra sínum. James Milner og Jürgen Klopp buðu í framhaldinu upp á smá rifrildi á hliðarlínunni eftir að miðjumaðurinn fór útaf og það vakti athygli margra enda Milner einn sá síðasti sem menn búast við að sé með eitthvað vesen. "At half-time we changed the offensive formation..."Klopp explains what was said to Milner pic.twitter.com/incOkDO0WT— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2021 Deilur Jürgen Klopp og James Milner urðu að minna máli en leit út fyrir í fyrstu því aðeins mínútu síðar hafði Mohamed Salah komið Liverpool í 1-0 í leiknum. Þá sáust þeir Klopp og Milner fagna markinu skælbrosandi saman. Klopp útskýrði rifrildið við Milner á hliðarlínunni í viðtali við blaðamenn eftir leikinn. „Ég hef stanslausar áhyggjur af meiðslum. Við erum að reyna að bjarga öllum og þannig var þetta með Millie líka,“ sagði Jürgen Klopp. „Eins mikið og ég veit núna þá meiddist enginn í leiknum. Við spiluðum góðan leik og náðum í þrjú stig sem var algjörlega frábært,“ sagði Klopp. Klopp segist hafa tekið Milner af velli af því að hann var að hlaupa of mikið. „Við breyttum leikskipulaginu í hálfleik og Millie átti að spila aðeins aftar. Við sögðum við Millie, af því að hann stífnaði aðeins upp aftan í lærinu: Vertu rólegur, sendu boltann frekar en að hlaupa með boltann,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on James Milner: No, he was not unhappy. It was clear we will take him off, we just waited until Curtis had a proper warm-up. And then I saw the last long, long sprint Millie had and I thought, Oh, we missed the moment and I was really worried! #awlfc [lfc] pic.twitter.com/cWF9hJjHJH— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 31, 2021 „Svo sá ég þennan langa sprett hjá Millie og hugsaði: Við misstum marks og misstum af mómentinu. Ég var virkilega, virkilega áhyggjufullur,“ sagði Klopp. „Þegar hann kom af velli þá sagði hann við mig: Þú sagðir við mig að spila aftar. Nú hleyp ég minna og þá tekur þú mig útaf. Svo kom hann aftur til mín og sagði: Allt í lagi, góður punktur, góð ákvörðun, Allt í góðu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Jürgen Klopp tók James Milner af velli á 57. mínútu í 3-1 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þá var staðan enn markalaus en reynsluboltinn virtist vera reiður knattspyrnustjóra sínum. James Milner og Jürgen Klopp buðu í framhaldinu upp á smá rifrildi á hliðarlínunni eftir að miðjumaðurinn fór útaf og það vakti athygli margra enda Milner einn sá síðasti sem menn búast við að sé með eitthvað vesen. "At half-time we changed the offensive formation..."Klopp explains what was said to Milner pic.twitter.com/incOkDO0WT— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2021 Deilur Jürgen Klopp og James Milner urðu að minna máli en leit út fyrir í fyrstu því aðeins mínútu síðar hafði Mohamed Salah komið Liverpool í 1-0 í leiknum. Þá sáust þeir Klopp og Milner fagna markinu skælbrosandi saman. Klopp útskýrði rifrildið við Milner á hliðarlínunni í viðtali við blaðamenn eftir leikinn. „Ég hef stanslausar áhyggjur af meiðslum. Við erum að reyna að bjarga öllum og þannig var þetta með Millie líka,“ sagði Jürgen Klopp. „Eins mikið og ég veit núna þá meiddist enginn í leiknum. Við spiluðum góðan leik og náðum í þrjú stig sem var algjörlega frábært,“ sagði Klopp. Klopp segist hafa tekið Milner af velli af því að hann var að hlaupa of mikið. „Við breyttum leikskipulaginu í hálfleik og Millie átti að spila aðeins aftar. Við sögðum við Millie, af því að hann stífnaði aðeins upp aftan í lærinu: Vertu rólegur, sendu boltann frekar en að hlaupa með boltann,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on James Milner: No, he was not unhappy. It was clear we will take him off, we just waited until Curtis had a proper warm-up. And then I saw the last long, long sprint Millie had and I thought, Oh, we missed the moment and I was really worried! #awlfc [lfc] pic.twitter.com/cWF9hJjHJH— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 31, 2021 „Svo sá ég þennan langa sprett hjá Millie og hugsaði: Við misstum marks og misstum af mómentinu. Ég var virkilega, virkilega áhyggjufullur,“ sagði Klopp. „Þegar hann kom af velli þá sagði hann við mig: Þú sagðir við mig að spila aftar. Nú hleyp ég minna og þá tekur þú mig útaf. Svo kom hann aftur til mín og sagði: Allt í lagi, góður punktur, góð ákvörðun, Allt í góðu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira