Lilja vonsvikin með Disney Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 18:41 Lilja kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum að sjá að Disney byði hvorki upp á íslenskt tal né texta á streymisveitu sinni. Samsett Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. „Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í bréfi til forstjórans hvet ég fyrirtækið til að gera bragarbót á og bendi á þá staðreynd, að íslenska tungumálið er kjarninn í menningu þjóðarinnar og sjálfsmynd,“ segir í Facebook-færslu sem Lilja birti í dag. Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, 1 February 2021 „Við leggjum hart að okkur við að viðhalda því, sérstaklega meðal barna og ungmenna sem daglega verða fyrir miklum áhrifum frá öðrum tungumálum, aðallega ensku. Góð móðurmálskunnátta er gríðarlega mikilvæg fyrir persónuþroska barna, sjálfsmynd þeirra, menntun og getu til að móta hugsanir. Hún er nauðsynleg íslenskri æsku og framtíð þeirra.“ Vonsvikin að sjá hvorki tal né texta Í bréfi sínu til forstjórans, sem fylgir með færslu Lilju, segist hún fagna þeirri ákvörðun Disney að bjóða upp á aðgang að streymisveitunni hér á landi. Efni úr smiðju Disney hafi notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum barna hér á landi, og þá ekki síst vegna góðra starfa talsetjara og textunar. „Íslenska hefur meira eða minna haldið sér í þúsund ár. Þess vegna geta Íslendingar lesið fornar sögur, handrit og ljóð, sem hafa sum orðið innblástur kvikmynda um víkinga eða norræna goðafræði,“ segir í bréfinu. Í ljósi þessa segist Lilja vonsvikin að komast að því að hvorki íslenskt tal né texti eru í boði á Disney+. Hún hvetji Disney til þess að bæta úr því sem fyrst og nýta sér það talsetta og textaða efni sem þegar er til. „Ég efast ekki um það að íslenskir foreldrar myndu verðlauna slíka viðleitni og velja að versla af ykkur,“ skrifar Lilja. Disney Íslenska á tækniöld Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
„Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í bréfi til forstjórans hvet ég fyrirtækið til að gera bragarbót á og bendi á þá staðreynd, að íslenska tungumálið er kjarninn í menningu þjóðarinnar og sjálfsmynd,“ segir í Facebook-færslu sem Lilja birti í dag. Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, 1 February 2021 „Við leggjum hart að okkur við að viðhalda því, sérstaklega meðal barna og ungmenna sem daglega verða fyrir miklum áhrifum frá öðrum tungumálum, aðallega ensku. Góð móðurmálskunnátta er gríðarlega mikilvæg fyrir persónuþroska barna, sjálfsmynd þeirra, menntun og getu til að móta hugsanir. Hún er nauðsynleg íslenskri æsku og framtíð þeirra.“ Vonsvikin að sjá hvorki tal né texta Í bréfi sínu til forstjórans, sem fylgir með færslu Lilju, segist hún fagna þeirri ákvörðun Disney að bjóða upp á aðgang að streymisveitunni hér á landi. Efni úr smiðju Disney hafi notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum barna hér á landi, og þá ekki síst vegna góðra starfa talsetjara og textunar. „Íslenska hefur meira eða minna haldið sér í þúsund ár. Þess vegna geta Íslendingar lesið fornar sögur, handrit og ljóð, sem hafa sum orðið innblástur kvikmynda um víkinga eða norræna goðafræði,“ segir í bréfinu. Í ljósi þessa segist Lilja vonsvikin að komast að því að hvorki íslenskt tal né texti eru í boði á Disney+. Hún hvetji Disney til þess að bæta úr því sem fyrst og nýta sér það talsetta og textaða efni sem þegar er til. „Ég efast ekki um það að íslenskir foreldrar myndu verðlauna slíka viðleitni og velja að versla af ykkur,“ skrifar Lilja.
Disney Íslenska á tækniöld Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira