Handjárnuðu níu ára stúlku og sprautuðu á hana piparúða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 19:28 Lögreglan í Rochester hefur verið gagnrýnd vegna málsins. Joshua Rashaad McFadden/Getty Lögreglan í Rochesterborg í New York-ríki birti í gær upptökur úr búkmyndavél eins lögreglumanna sinna, þar sem lögreglumenn sjást handjárna níu ára stúlku og beita á hana piparúða. Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira