Skoðuðu meðferðina sem ungi strákurinn fékk frá Stólunum: „Þetta herðir hann bara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er duglegur að keyra á körfuna. Hér er hann í leik á móti Stjörnunni á dögunum. Vísir/Elín Björg Hinn ungi Styrmir Snær Þrastarson hefur slegið í gegn með Þórsliðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur en eins og strákarnir í Körfuboltakvöldi þá á strákurinn enn eftir að vinna sér inn virðingu frá dómurum deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira