Leikarinn Dustin Diamond látinn 44 ára að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 12:49 Dustin Diamond starfaði einnig sem leikstjóri, uppistandari og tónlistarmaður. Getty/Noel Vasquez Bandaríski leikarinn Dustin Diamond er látinn, 44 ára að aldri. Diamond er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. Banamein hans var krabbamein en hann greindist með lungnakrabba á fjórða stigi í janúar eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús. Diamond hafði nýverið undirgengist lyfjameðferð en að sögn Roger Paul, umboðsmanns hans, hrakaði heilsu hans hratt í síðustu viku. Breska ríkisútvarpið hefur eftir umboðsmanninum að aðstandendur Diamond séu þakklátir fyrir að hann hafi ekki þurft að þola frekari sársauka og þjáningar vegna veikinda sinna. Meðleikarar hans hafa minnst Diamond á samfélagsmiðlum. Tiffani Thiessen, sem lék Kelly Kapowski, segir að fregnirnar hafi hryggt hana mjög. „Dustin, þín verður saknað. Það má aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut hversu brothætt þetta líf getur verið.“ Mark-Paul Gosselaar, sem fór með hlutverk Zack Morris í gamanþáttunum, segir í tísti að Diamond hafi búið yfir mikilli snilligáfu og að hann muni sakna „þessara hráu, tindrandi neista sem aðeins hann gat leitt fram.“ Tori Spelling, sem lék með Diamond í nokkrum þáttum, minnist fyrstu sjónvarpsástarinnar með fögrum orðum. View this post on Instagram A post shared by Tori Spelling (@torispelling) Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Banamein hans var krabbamein en hann greindist með lungnakrabba á fjórða stigi í janúar eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús. Diamond hafði nýverið undirgengist lyfjameðferð en að sögn Roger Paul, umboðsmanns hans, hrakaði heilsu hans hratt í síðustu viku. Breska ríkisútvarpið hefur eftir umboðsmanninum að aðstandendur Diamond séu þakklátir fyrir að hann hafi ekki þurft að þola frekari sársauka og þjáningar vegna veikinda sinna. Meðleikarar hans hafa minnst Diamond á samfélagsmiðlum. Tiffani Thiessen, sem lék Kelly Kapowski, segir að fregnirnar hafi hryggt hana mjög. „Dustin, þín verður saknað. Það má aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut hversu brothætt þetta líf getur verið.“ Mark-Paul Gosselaar, sem fór með hlutverk Zack Morris í gamanþáttunum, segir í tísti að Diamond hafi búið yfir mikilli snilligáfu og að hann muni sakna „þessara hráu, tindrandi neista sem aðeins hann gat leitt fram.“ Tori Spelling, sem lék með Diamond í nokkrum þáttum, minnist fyrstu sjónvarpsástarinnar með fögrum orðum. View this post on Instagram A post shared by Tori Spelling (@torispelling)
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira