Segir umgjörðina hjá Val svipaða og hjá sterkum liðum á Norðurlöndunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2021 16:30 Arnór Smárason leikur í fyrsta sinn með meistaraflokki á Íslandi í sumar. vísir/sigurjón ólason Arnór Smárason segir að aðstaðan og umgjörðin hjá Val sé sambærileg því sem hann kynntist á ferli sínum sem atvinnumaður. Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val
Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira