Los Angeles Times hefur eftir lögreglunni í Los Angeles að öryggisverðir hefðu séð fimm karlmenn og eina konu við skiltið rétt eftir klukkan eitt í gær. Lögregluþyrla sem send hafði verið á vettvang fylgdi þá fólkinu eftir þar sem það fór niður hlíðina sem skiltið stendur í.
Öllum sex hefur verið sleppt en þeirra bíður þó kæra fyrir að fara í óleyfi inn á svæðið þar sem skiltið stendur. Það er það eina sem sexmenningunum er gefið að sök, en engar eiginlegar skemmdir voru unnar á skiltinu.
Skiltinu var breytt þannig að stórt B var límt yfir stafinn W í skiltinu og hvítt límband dregið í gegnum miðju stafsins D. Þannig breyttist Hollywood í „Hollyboob.“
Gengst við verknaðinum
Twitter-notandinn Julia Rose hefur birt myndband af sér þar sem hún sést leidd af svæðinu af lögreglumanni og gengst við verknaðinum.
that one time I changed the Hollywood sign to #hollyboob pic.twitter.com/IrIC6DpXHO
— Julia Rose (@JuliaRose_33) February 2, 2021
Á Twitter síðu hennar kemur fram að hún hafi tekið þátt í að breyta skiltinu til þess að ritskoðun samfélagsmiðla á efni sem inniheldur nekt.