Hallinn í skólakerfinu Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. febrúar 2021 09:30 Að undanförnu hefur umræða um stöðu drengja innan skólakerfisins verið áberandi þar sem fólk úr ýmsum áttum hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu þeirra. Áhyggjurnar sem hæst fara eru að lestrarfærni þeirra sé óviðunandi hjá nokkuð stórum hluta þeirra. Ástæðurnar eru vafalaust margvíslegar en vert er þó að minna á að 2000 börn eru à biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings sem einmitt hefur töluvert með stuðning barna í vanda með m.a. málskilning að gera. Í 11 ár starfaði ég sem drengjakennari og síðar skólastjóri í skóla sem hefur skapað sér sérstöðu í íslensku skólakerfi með kynjaskiptu skólastarfi. Með þá reynslu á bakinu get ég tekið undir mikilvægi þess að staðan sé rýnd og horft til þess hvaða aðferðum er beitt til þess að nálgast stöðu drengja. Nálgunin hefur áhrif bæði á frammistöðu og líðanina og er forsenda þess að ná árangri. Ólík nálgun en sama markmið Í öllu skólastarfi þess skóla sem ég starfaði við og stýrði voru samskipti, virðing og vellíðan rauði þráðurinn í öllu starfi og átti við um börn jafnt sem starfsfólk. Þrátt fyrir að kynjaskipting hafi verið einkenni og meginforsenda starfsins er sá þáttur bara ein leið af fjölmörgum til að nálgast skólastarf með það að markmiði að mæta forsendum allra barna. Ótal aðrar leiðir eru jafngildar en fyrst og fremst skiptir máli að hafa trú á því að leiðin sem farin er virki fyrir öll börn. Staða drengja fær alla jafna nokkuð mikla athygli í umræðunni ekki síst vegna útkomu þeirra í PISA mælingum og er það vissulega áhyggjuefni. Mikilvægt er að rýna ástæðu þess að þeir skora lægra en stúlkur og bæta stöðu þeirra. Staða stúlkna hefur fengið nokkuð minni athygli. Þær virðast standa sig námslega almennt betur en drengir í því námsumhverfi sem íslenskt skólakerfi býður upp á. En við höfum hins vegar vísbendingar um að stúlkum líði ekki nógu vel. Þær mælast frekar með kvíðaeinkenni en drengir og halda sig almennt meira til hlés. Án þess að það hafi í för með sér áhyggjufulla umræðu. Hvað þá staða barna af erlendum uppruna eða fatlaðra ungmenna. Barnahóparnir í skólakerfinu eru fjölmargir og ólíkir. Heildarmyndin og leiðin til árangurs Það er almennt mat skólafólks, jafnt kennara sem stjórnenda, að innleiðing aðalnámskrár grunnskóla hafi ekki tekist sem skyldi. Þetta var niðurstaða nýlegrar skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytis um mat á innleiðingunni. Í skýrslunni kemur fram að vantað hafi upp á alla eftirfylgni ráðuneytisins, allan faglegan stuðning skorti sem og leiðbeiningar fyrir skólafólk um framkvæmdina. Skýrslan verður að teljast áfellisdómur um framkvæmdina. Við þessu ætlar ráðuneytið að bregðast við með ákveðnum leiðum sem kynntar eru í sömu skýrslu. Kallað er eftir einfaldari aðalnámskrá og fækkun hæfniviðmiða. Ekki er síður kallað eftir skilvirkara námsumsjónarkerfi, sem leiðir af sér hagræðingu í vinnuumhverfi kennara og auknu frelsi þeirra sem fara fyrir skólastarfi. Í ákalli um aukið frelsi felst m.a. krafa um meiri sveigjanleika í viðmiðunarstundaskrá til að mæta markmiðum og ná þeim. Fjölbreytt námsframboð er forsenda þess að eiga möguleika á að ná til ólíkra nemenda af hvaða kyni sem þeir eru. Þar verður viðmiðunarstundaskrá að vísa veginn. Allt hefur þetta áhrif á þá leið sem valin er til að skapa sem farsælast námsumhverfi fyrir öll börn. Það er hægt að gera betur. Bara ef. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki eitthvað eitt sem skýrir óásættanlega stöðu drengja eða annarra barna innan skólakerfisins. Skólakerfið er samþætt af alls kyns breytum og hver og ein þeirra hefur áhrif á árangur, líðan og ánægju. Það er grunnforsenda farsæls skólastarfs að umgjörð starfsins sé skýr og að aðstæður kennara og stjórnenda séu hvetjandi og styðjandi til að ástríðan í hverju skólasamfélagi fái að blómstra. Að kerfið sé sveigjanlegt og hreyfanlegt. Þegar ég horfi til baka, þá var það mikilvægast fyrir farsælt skólastarf að hafa upplifað frelsi til þess að fylgja ástríðunni og finna traust á þeirri leið sem var valin. Vellíðan mældist í hæstu hæðum meðal barna og færni í námi hvort heldur sem var lestur, stærðfræði eða samskiptafærni mældust framúrskarandi meðal allra kynja. Hitt er síðan að það eru allir að gera sitt besta en það dugar ekki til. Kennarar og stjórnendur keppast við að finna leiðir til að gera betur innan veggja kerfis sem löngu er orðið tímabært taka til stórfelldrar endurskoðunar. Við þurfum kerfi sem byggir stoðir sínar til framtíðar en ekki á fortíð. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um stöðu drengja innan skólakerfisins verið áberandi þar sem fólk úr ýmsum áttum hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu þeirra. Áhyggjurnar sem hæst fara eru að lestrarfærni þeirra sé óviðunandi hjá nokkuð stórum hluta þeirra. Ástæðurnar eru vafalaust margvíslegar en vert er þó að minna á að 2000 börn eru à biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings sem einmitt hefur töluvert með stuðning barna í vanda með m.a. málskilning að gera. Í 11 ár starfaði ég sem drengjakennari og síðar skólastjóri í skóla sem hefur skapað sér sérstöðu í íslensku skólakerfi með kynjaskiptu skólastarfi. Með þá reynslu á bakinu get ég tekið undir mikilvægi þess að staðan sé rýnd og horft til þess hvaða aðferðum er beitt til þess að nálgast stöðu drengja. Nálgunin hefur áhrif bæði á frammistöðu og líðanina og er forsenda þess að ná árangri. Ólík nálgun en sama markmið Í öllu skólastarfi þess skóla sem ég starfaði við og stýrði voru samskipti, virðing og vellíðan rauði þráðurinn í öllu starfi og átti við um börn jafnt sem starfsfólk. Þrátt fyrir að kynjaskipting hafi verið einkenni og meginforsenda starfsins er sá þáttur bara ein leið af fjölmörgum til að nálgast skólastarf með það að markmiði að mæta forsendum allra barna. Ótal aðrar leiðir eru jafngildar en fyrst og fremst skiptir máli að hafa trú á því að leiðin sem farin er virki fyrir öll börn. Staða drengja fær alla jafna nokkuð mikla athygli í umræðunni ekki síst vegna útkomu þeirra í PISA mælingum og er það vissulega áhyggjuefni. Mikilvægt er að rýna ástæðu þess að þeir skora lægra en stúlkur og bæta stöðu þeirra. Staða stúlkna hefur fengið nokkuð minni athygli. Þær virðast standa sig námslega almennt betur en drengir í því námsumhverfi sem íslenskt skólakerfi býður upp á. En við höfum hins vegar vísbendingar um að stúlkum líði ekki nógu vel. Þær mælast frekar með kvíðaeinkenni en drengir og halda sig almennt meira til hlés. Án þess að það hafi í för með sér áhyggjufulla umræðu. Hvað þá staða barna af erlendum uppruna eða fatlaðra ungmenna. Barnahóparnir í skólakerfinu eru fjölmargir og ólíkir. Heildarmyndin og leiðin til árangurs Það er almennt mat skólafólks, jafnt kennara sem stjórnenda, að innleiðing aðalnámskrár grunnskóla hafi ekki tekist sem skyldi. Þetta var niðurstaða nýlegrar skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytis um mat á innleiðingunni. Í skýrslunni kemur fram að vantað hafi upp á alla eftirfylgni ráðuneytisins, allan faglegan stuðning skorti sem og leiðbeiningar fyrir skólafólk um framkvæmdina. Skýrslan verður að teljast áfellisdómur um framkvæmdina. Við þessu ætlar ráðuneytið að bregðast við með ákveðnum leiðum sem kynntar eru í sömu skýrslu. Kallað er eftir einfaldari aðalnámskrá og fækkun hæfniviðmiða. Ekki er síður kallað eftir skilvirkara námsumsjónarkerfi, sem leiðir af sér hagræðingu í vinnuumhverfi kennara og auknu frelsi þeirra sem fara fyrir skólastarfi. Í ákalli um aukið frelsi felst m.a. krafa um meiri sveigjanleika í viðmiðunarstundaskrá til að mæta markmiðum og ná þeim. Fjölbreytt námsframboð er forsenda þess að eiga möguleika á að ná til ólíkra nemenda af hvaða kyni sem þeir eru. Þar verður viðmiðunarstundaskrá að vísa veginn. Allt hefur þetta áhrif á þá leið sem valin er til að skapa sem farsælast námsumhverfi fyrir öll börn. Það er hægt að gera betur. Bara ef. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki eitthvað eitt sem skýrir óásættanlega stöðu drengja eða annarra barna innan skólakerfisins. Skólakerfið er samþætt af alls kyns breytum og hver og ein þeirra hefur áhrif á árangur, líðan og ánægju. Það er grunnforsenda farsæls skólastarfs að umgjörð starfsins sé skýr og að aðstæður kennara og stjórnenda séu hvetjandi og styðjandi til að ástríðan í hverju skólasamfélagi fái að blómstra. Að kerfið sé sveigjanlegt og hreyfanlegt. Þegar ég horfi til baka, þá var það mikilvægast fyrir farsælt skólastarf að hafa upplifað frelsi til þess að fylgja ástríðunni og finna traust á þeirri leið sem var valin. Vellíðan mældist í hæstu hæðum meðal barna og færni í námi hvort heldur sem var lestur, stærðfræði eða samskiptafærni mældust framúrskarandi meðal allra kynja. Hitt er síðan að það eru allir að gera sitt besta en það dugar ekki til. Kennarar og stjórnendur keppast við að finna leiðir til að gera betur innan veggja kerfis sem löngu er orðið tímabært taka til stórfelldrar endurskoðunar. Við þurfum kerfi sem byggir stoðir sínar til framtíðar en ekki á fortíð. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun