Guardiola með svaka lofræðu um nýja ómissandi manninn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 13:01 Ruben Dias hefur sýnt hversu mikill leiðtogi hann er og hefur um leið orðið einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins á aðeins nokkrum mánuðum. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola virðist vera búinn að finna sinn nýja uppáhaldsleikmann í Manchester City liðinu ef marka má lofræðu hans um portúgalska miðvörðinn Rúben Dias. Rúben Dias hefur gerbreytt varnarleik Manchester City liðsins á þessu tímabili og Guardiola talar nú um það að liðið geti ekki verið án hans. Manchester City keypti Rúben Dias frá Benfica fyrir 61 milljón punda fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan. Miðvörðurinn er þegar orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins enda er liðið nú með bestu vörn deildarinnar og komið aftur á toppinn. Ruben Dias has earned Van Dijk comparisons after his outstanding start and Guardiola was happy to agree https://t.co/b6UWyPga6J— Manchester City News (@ManCityMEN) February 3, 2021 Guardiola er sammála því að koma hans sé eins og þegar Virgil Van Dijk kom til Liverpool og liðið vann í framhaldinu bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. „Já, algjörlega, algjörlega,“ sagði Pep Guardiola um það hvort Rúben Dias væri líkur Virgil Van Dijk og ein mikilvægustu kaup Manchester City. „Hann hefur fallið strax inn í allt hjá okkur og hvað varðar hugarfar þá er hann gæi sem lifir fyrir starfið sitt 24 tíma á sólarhring,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti Burnley í kvöld. „Öll skrefin sem hann tekur, heima hjá sér, inn á vellinum eða utan hans, hvað hann borðar, hvernig hann sefur, hvernig hann hugar að endurheimt og undirbýr sig. Allt verður að vera fullkomið þessar 95 mínútur sem fótboltaleikurinn tekur,“ sagði Guardiola. Það er að heyra á spænska knattspyrnustjóranum að Portúgalinn hafi verið svo gott sem fullkominn á hans fyrsta tímabili. „Það er undir honum komið að viðhalda þessu og vonandi getum við hjálpað honum að vaxa. Við erum meira en sáttir hingað til,“ sagði Guardiola. Guardiola has reflected on City's first half of the season, and spoken about the Stones-Dias partnership and what makes it so special #mcfc https://t.co/cE1A1p60Qt— Manchester City News (@ManCityMEN) January 28, 2021 „Hann er ekki bara leikmaður sem spilar vel sjálfur heldur er hann leikmaður sem fær aðra leikmenn til að spila vel líka. Við erum að tala um 90 mínútur af því að tala við liðsfélagana og miðla af sér. Níutíu mínútur af því að segja félögum sínum hvað þeir eiga að gera í hverju tilfelli. Þegar slíkt er í gangi þá get ég ekki tekið hann úr liðinu. Hann er ómissandi,“ sagði Guardiola. Dias er bara 23 ára gamall en hann hefur búið til frábært samstarf með John Stones, sem fyrir komu Portúgalans leit út fyrir að vera á leiðinni burtu frá félaginu. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Rúben Dias hefur gerbreytt varnarleik Manchester City liðsins á þessu tímabili og Guardiola talar nú um það að liðið geti ekki verið án hans. Manchester City keypti Rúben Dias frá Benfica fyrir 61 milljón punda fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan. Miðvörðurinn er þegar orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins enda er liðið nú með bestu vörn deildarinnar og komið aftur á toppinn. Ruben Dias has earned Van Dijk comparisons after his outstanding start and Guardiola was happy to agree https://t.co/b6UWyPga6J— Manchester City News (@ManCityMEN) February 3, 2021 Guardiola er sammála því að koma hans sé eins og þegar Virgil Van Dijk kom til Liverpool og liðið vann í framhaldinu bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. „Já, algjörlega, algjörlega,“ sagði Pep Guardiola um það hvort Rúben Dias væri líkur Virgil Van Dijk og ein mikilvægustu kaup Manchester City. „Hann hefur fallið strax inn í allt hjá okkur og hvað varðar hugarfar þá er hann gæi sem lifir fyrir starfið sitt 24 tíma á sólarhring,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti Burnley í kvöld. „Öll skrefin sem hann tekur, heima hjá sér, inn á vellinum eða utan hans, hvað hann borðar, hvernig hann sefur, hvernig hann hugar að endurheimt og undirbýr sig. Allt verður að vera fullkomið þessar 95 mínútur sem fótboltaleikurinn tekur,“ sagði Guardiola. Það er að heyra á spænska knattspyrnustjóranum að Portúgalinn hafi verið svo gott sem fullkominn á hans fyrsta tímabili. „Það er undir honum komið að viðhalda þessu og vonandi getum við hjálpað honum að vaxa. Við erum meira en sáttir hingað til,“ sagði Guardiola. Guardiola has reflected on City's first half of the season, and spoken about the Stones-Dias partnership and what makes it so special #mcfc https://t.co/cE1A1p60Qt— Manchester City News (@ManCityMEN) January 28, 2021 „Hann er ekki bara leikmaður sem spilar vel sjálfur heldur er hann leikmaður sem fær aðra leikmenn til að spila vel líka. Við erum að tala um 90 mínútur af því að tala við liðsfélagana og miðla af sér. Níutíu mínútur af því að segja félögum sínum hvað þeir eiga að gera í hverju tilfelli. Þegar slíkt er í gangi þá get ég ekki tekið hann úr liðinu. Hann er ómissandi,“ sagði Guardiola. Dias er bara 23 ára gamall en hann hefur búið til frábært samstarf með John Stones, sem fyrir komu Portúgalans leit út fyrir að vera á leiðinni burtu frá félaginu.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira