Serena Williams sýndi bikarherbergið sitt og kom sjálfri sér á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 12:01 Serena Williams eyðir greinilega ekki of miklum tíma inn í bikarherberginu sínu. Getty/ Jack Thomas Serena Williams er sigursælasta tenniskona heims og hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún sé búin að missa töluna á öllum bikurunum sínum. Það er eiginlega bara ein drottning í tennisögunni og það er hin bandaríska Serena Williams sem er líklega nálægt því að vera frægasta íþróttakona heimsins. Serena hefur unnið fjölda bikara og verðlauna á mögnuðum ferli sínum og er að sjálfsögðu með eitt veglegt bikarherbergi á heimili sínu. Serena bauð 2Cool2Blog í heimsókn til sín og bauð þeim þar upp á skoðunarferð um bikarherbergið sitt eins og sjá má hér fyrir neðan. Serena Williams shows off her trophy room pic.twitter.com/t1vGgwHE9H— 2Cool2Blog (@2Cool2BIog) February 4, 2021 Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að verðlaunaherbergið hennar Serenu hafi verið fullt af glæsilegum bikurum en það sem kom á óvart var að Serena Williams sjálft var ekki alveg með það á hreinu hvaða bikarar voru í bikarherberginu hennar. Í raun var það frekar fyndið að sjá hana finna óvænt bikara sem hún hélt að væri ekki þar svona eins og meðalmaðurinn lendir stundum í þegar hann fer á bólakaf inn í geymsluna sína. Þegar við skoðum nánar risatitla Serenu á ferlinum þá hefur hún unnið Opna ástralska mótið sjö sinnum, Opna franska mótið þrisvar sinnum, Wimbledon-mótið sjö sinnum og loks Opna bandaríska mótið sex sinnum. Það er ljóst á öllu að hún hugsar meira um að vinna næsta bikar en að hanga inn í bikarherberginu að dást af þeim bikurum sem hún hefur þegar unnið á ferlinum. Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Það er eiginlega bara ein drottning í tennisögunni og það er hin bandaríska Serena Williams sem er líklega nálægt því að vera frægasta íþróttakona heimsins. Serena hefur unnið fjölda bikara og verðlauna á mögnuðum ferli sínum og er að sjálfsögðu með eitt veglegt bikarherbergi á heimili sínu. Serena bauð 2Cool2Blog í heimsókn til sín og bauð þeim þar upp á skoðunarferð um bikarherbergið sitt eins og sjá má hér fyrir neðan. Serena Williams shows off her trophy room pic.twitter.com/t1vGgwHE9H— 2Cool2Blog (@2Cool2BIog) February 4, 2021 Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að verðlaunaherbergið hennar Serenu hafi verið fullt af glæsilegum bikurum en það sem kom á óvart var að Serena Williams sjálft var ekki alveg með það á hreinu hvaða bikarar voru í bikarherberginu hennar. Í raun var það frekar fyndið að sjá hana finna óvænt bikara sem hún hélt að væri ekki þar svona eins og meðalmaðurinn lendir stundum í þegar hann fer á bólakaf inn í geymsluna sína. Þegar við skoðum nánar risatitla Serenu á ferlinum þá hefur hún unnið Opna ástralska mótið sjö sinnum, Opna franska mótið þrisvar sinnum, Wimbledon-mótið sjö sinnum og loks Opna bandaríska mótið sex sinnum. Það er ljóst á öllu að hún hugsar meira um að vinna næsta bikar en að hanga inn í bikarherberginu að dást af þeim bikurum sem hún hefur þegar unnið á ferlinum.
Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira