„Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Linda Baldvinsdóttir var lengi vel í andlegu ofbeldissambandi. Markþjálfinn og samskiptaráðgjafinn Linda Baldvinsdóttir mátti þola andlegt ofbeldi af hendi kærasta síns sem var alveg falið útávið og enginn vissi af nema allra nánasta fjölskylda. Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Sjá meira
Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Sjá meira