Blaðamyndir ársins 2020 Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2021 15:00 Verðlaun voru afhent fyrir bestu myndir ársins í Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Verðlaun voru veitt í sjö flokkum, auk myndar ársins. Alls bárust 729 myndir frá íslenskum blaðaljósmyndurum í ár og völdu sjö dómarar 98 þeirra á sýninguna í Ljósmyndasafninu. Þar að auki valdi dómnefndin sigurvegara ársins. Mynd ársins tók Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landsspítala, og fékk hann einnig verðlaun fyrir myndaröð ársins. Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem átti bestu mynd í fréttaflokki og tímaritaflokki, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, sem átti íþróttamynd ársins og umhverfismynd ársins, Golli / Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Iceland Review, sem átti portrett ársins og Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins sem átti daglegt líf mynd ársins. Hér að neðan má sjá myndirnar og umsögn dómnefndar. Mynd ársins: Þorkell Þorkelsson Ásta Kristín Marteinsdóttir, sjúkraliði og laganemi, skráði sig í sveit bakvarða þegar faraldurinn knúði að dyrum. Eins og aðrir heilbrigðisstarfsmenn stóð hún í ströngu á árinu.Þorkell Þorkelsson Umsögn dómnefndar: Fallegt augnablik í lok krefjandi vaktar á Landspítalanum. Fegurð í stofnanalegu og sterílu umhverfi. Værð og ró er í myndinni en á sama tíma tregi og þreyta. Táknræn mynd fyrir ástand ársins sem flestir eiga auðvelt með að tengja við, handþvottur, spritt og þreyta. Fréttamynd ársins: Kristinn Magnússon Útkall barst vegna bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu og var allt tiltækt lið sent á vettvang. Mikill eldur logaði í húsinu og bjargaði slökkvilið nokkrum úr logandi húsinu í gegnum glugga. Aðrir komust út af sjálfsdáðum, en tveir þurftu að stökkva út um glugga. Sex voru fluttir á slysadeild og þrír létust í brunanum. Kveikt var í húsinu og einn maður var ákærður fyrir verknaðinn.Kristinn Magnússon Umsögn dómnefndar: Sterk frásögn í einum ramma af stórri frétt. Vel uppbyggð mynd sem segir margar sögur í einu. Hver einasti hluti myndarinnar hefur tilgang og minnir hún á frásagnarmálverk. Myndin sýnir vel alvarleika atburðarins og þær gríðarlega erfiðu aðstæður sem sköpuðust í eldsvoðanum. Íþróttamynd ársins: Vilhelm Gunnarsson Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima í lítilli laug sem hún keypti í Costco eftir að sundlaugum var lokað vegna Covid-19. Leikunum var á endanum frestað til ársins 2021.Vilhelm Gunnarsson Umsögn dómnefndar: Í samkomubanni þar sem æfingastöðvar voru lokaðar og mótshald af skornum skammti þurfti afreksíþróttafólk að finna leið til að halda æfingum áfram. Íþróttamynd ársins kjarnar/sýnir þrautseigju og útsjónarsemi íþróttafólks í erfiðum aðstæðum sem þrátt fyrir það gátu verið ansi Tímaritamynd ársins: Kristinn Magnússon Matarþáttur fyrir jólablað matablaðsins.Kristinn Magnússon Umsögn dómnefndar: Tæknilega vel útfærð og stílíseruð mynd. Myndin er margskipt og skemmtilega hlaðin án þess að vera ofhlaðin. Mónótónísku greinarnar, laufin og könglarnir efst í rammanum mynda jafnvægi við litum og köku hlaðinn neðri hlutann. Með dulúðlegum fljótandi kertum sem tengja allt saman. Umhverfismynd ársins: Vilhelm Gunnarsson Tívolí bomba springur ínní reykjarmekki á flugeldasýningu fyrir miðnætti á gamlárskvöld.Vilhelm Gunnarsson Umsögn dómnefndar: Óvenjuleg og listræn flugeldamynd sem hefur fagurfræðilegar skírskotanir í ýmsar áttir. Á ægifagran hátt minnir hún okkur á ógnandi nærveru kórónuveirunnar. Táknrænn endapunktur á krefjandi ári. Daglegt líf mynd ársins: Valgarður Gíslason Svalasólbað við Laugaveg í Reykjavík.Valgarður Gíslason Umsögn dómnefndar: Táknræn mynd fyrir sóttkvíarlíferni. Maðurinn rennur saman við umhverfi sitt og híbýli. Gluggarnir segja hver sína söguna og ímyndunnaraflið fer á flug. Hvernig var sóttkvíin bak við þessi gluggatjöld? Netflix búið og bækurnar staflast upp í glugganum. Portrettmynd ársins: Golli/Kjartan Þorbjörnsson Li Yiwie kínverskur ljósmyndari búsett á Íslandi skoðar íslensku vetrarskýin.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Umsögn dómnefndar: Falleg, óræð og draumkennd mynd. Viðfangsefnið liggur og horfir upp á skýin en á sama tíma er eins og hún sjálf fljóti um í skýjabreiðunni. Óvenjulegt og vel útfært portrett. Myndbyggingin gefur tilfinningu fyrir óendanleika og ró. Myndasería ársins: Þorkell Þorkelsson Kvöldvakt á tveimur Covid-19 deildum Landspítala í Fossvogi. Hér gefur að líta svipmyndir frá kvöldvakt á deildum A6 og A7 í Fossvogi sem að öllu jöfnu eru lungnadeild og smitsjúkdómadeild, en voru í faraldrinum sérútbúnar fyrir Covid-19 sjúklinga. Á báðum deildum hefur verið mikill viðbúnaður í faraldrinum vegna alvarleika ástandsins, en þar starfa samtals hátt í 150 manns á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Sérstaklega mikilvægt er að halda vöku sinni að næturlagi þegar færri úrræði eru til staðar ef eitthvað kemur upp á. Álagið á starfsemi Landspítala hefur verið mikið síðan í upphafi árs 2020 og spítalinn lengst af starfað á hættustigi. Þar eru allar hendur á dekki til að bregðast við farsóttinni sem geisar. Alla starfsorku hinna 6.000 starfsmanna spítalans hefur þurft til að hann geti verið sá hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu sem honum er ætlað að vera. Það hefur tekist með samstilltu átaki starfsfólks sem stendur vaktina og hugar að velferð skjólstæðinga allan sólarhringinn allt árið um kring.Þorkell Þorkelsson Umsögn dómnefndar: Einlæg og falleg frásögn af kvöldvakt á Landspítalanum í miðjum heimsfaraldri. Ljósmyndarinn færir okkur heim sem fáir hafa aðgang að. Myndaröðin er heildstæð og sterk frásögn en jafnframt getur hver mynd staðið sér. Vel ljósmynduð sería við krefjandi aðstæður á erfiðum tímum. Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Ljósmyndun Fjölmiðlar Fréttir ársins 2020 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis Sjá meira
Alls bárust 729 myndir frá íslenskum blaðaljósmyndurum í ár og völdu sjö dómarar 98 þeirra á sýninguna í Ljósmyndasafninu. Þar að auki valdi dómnefndin sigurvegara ársins. Mynd ársins tók Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landsspítala, og fékk hann einnig verðlaun fyrir myndaröð ársins. Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem átti bestu mynd í fréttaflokki og tímaritaflokki, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, sem átti íþróttamynd ársins og umhverfismynd ársins, Golli / Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Iceland Review, sem átti portrett ársins og Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins sem átti daglegt líf mynd ársins. Hér að neðan má sjá myndirnar og umsögn dómnefndar. Mynd ársins: Þorkell Þorkelsson Ásta Kristín Marteinsdóttir, sjúkraliði og laganemi, skráði sig í sveit bakvarða þegar faraldurinn knúði að dyrum. Eins og aðrir heilbrigðisstarfsmenn stóð hún í ströngu á árinu.Þorkell Þorkelsson Umsögn dómnefndar: Fallegt augnablik í lok krefjandi vaktar á Landspítalanum. Fegurð í stofnanalegu og sterílu umhverfi. Værð og ró er í myndinni en á sama tíma tregi og þreyta. Táknræn mynd fyrir ástand ársins sem flestir eiga auðvelt með að tengja við, handþvottur, spritt og þreyta. Fréttamynd ársins: Kristinn Magnússon Útkall barst vegna bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu og var allt tiltækt lið sent á vettvang. Mikill eldur logaði í húsinu og bjargaði slökkvilið nokkrum úr logandi húsinu í gegnum glugga. Aðrir komust út af sjálfsdáðum, en tveir þurftu að stökkva út um glugga. Sex voru fluttir á slysadeild og þrír létust í brunanum. Kveikt var í húsinu og einn maður var ákærður fyrir verknaðinn.Kristinn Magnússon Umsögn dómnefndar: Sterk frásögn í einum ramma af stórri frétt. Vel uppbyggð mynd sem segir margar sögur í einu. Hver einasti hluti myndarinnar hefur tilgang og minnir hún á frásagnarmálverk. Myndin sýnir vel alvarleika atburðarins og þær gríðarlega erfiðu aðstæður sem sköpuðust í eldsvoðanum. Íþróttamynd ársins: Vilhelm Gunnarsson Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima í lítilli laug sem hún keypti í Costco eftir að sundlaugum var lokað vegna Covid-19. Leikunum var á endanum frestað til ársins 2021.Vilhelm Gunnarsson Umsögn dómnefndar: Í samkomubanni þar sem æfingastöðvar voru lokaðar og mótshald af skornum skammti þurfti afreksíþróttafólk að finna leið til að halda æfingum áfram. Íþróttamynd ársins kjarnar/sýnir þrautseigju og útsjónarsemi íþróttafólks í erfiðum aðstæðum sem þrátt fyrir það gátu verið ansi Tímaritamynd ársins: Kristinn Magnússon Matarþáttur fyrir jólablað matablaðsins.Kristinn Magnússon Umsögn dómnefndar: Tæknilega vel útfærð og stílíseruð mynd. Myndin er margskipt og skemmtilega hlaðin án þess að vera ofhlaðin. Mónótónísku greinarnar, laufin og könglarnir efst í rammanum mynda jafnvægi við litum og köku hlaðinn neðri hlutann. Með dulúðlegum fljótandi kertum sem tengja allt saman. Umhverfismynd ársins: Vilhelm Gunnarsson Tívolí bomba springur ínní reykjarmekki á flugeldasýningu fyrir miðnætti á gamlárskvöld.Vilhelm Gunnarsson Umsögn dómnefndar: Óvenjuleg og listræn flugeldamynd sem hefur fagurfræðilegar skírskotanir í ýmsar áttir. Á ægifagran hátt minnir hún okkur á ógnandi nærveru kórónuveirunnar. Táknrænn endapunktur á krefjandi ári. Daglegt líf mynd ársins: Valgarður Gíslason Svalasólbað við Laugaveg í Reykjavík.Valgarður Gíslason Umsögn dómnefndar: Táknræn mynd fyrir sóttkvíarlíferni. Maðurinn rennur saman við umhverfi sitt og híbýli. Gluggarnir segja hver sína söguna og ímyndunnaraflið fer á flug. Hvernig var sóttkvíin bak við þessi gluggatjöld? Netflix búið og bækurnar staflast upp í glugganum. Portrettmynd ársins: Golli/Kjartan Þorbjörnsson Li Yiwie kínverskur ljósmyndari búsett á Íslandi skoðar íslensku vetrarskýin.Golli/Kjartan Þorbjörnsson Umsögn dómnefndar: Falleg, óræð og draumkennd mynd. Viðfangsefnið liggur og horfir upp á skýin en á sama tíma er eins og hún sjálf fljóti um í skýjabreiðunni. Óvenjulegt og vel útfært portrett. Myndbyggingin gefur tilfinningu fyrir óendanleika og ró. Myndasería ársins: Þorkell Þorkelsson Kvöldvakt á tveimur Covid-19 deildum Landspítala í Fossvogi. Hér gefur að líta svipmyndir frá kvöldvakt á deildum A6 og A7 í Fossvogi sem að öllu jöfnu eru lungnadeild og smitsjúkdómadeild, en voru í faraldrinum sérútbúnar fyrir Covid-19 sjúklinga. Á báðum deildum hefur verið mikill viðbúnaður í faraldrinum vegna alvarleika ástandsins, en þar starfa samtals hátt í 150 manns á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Sérstaklega mikilvægt er að halda vöku sinni að næturlagi þegar færri úrræði eru til staðar ef eitthvað kemur upp á. Álagið á starfsemi Landspítala hefur verið mikið síðan í upphafi árs 2020 og spítalinn lengst af starfað á hættustigi. Þar eru allar hendur á dekki til að bregðast við farsóttinni sem geisar. Alla starfsorku hinna 6.000 starfsmanna spítalans hefur þurft til að hann geti verið sá hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu sem honum er ætlað að vera. Það hefur tekist með samstilltu átaki starfsfólks sem stendur vaktina og hugar að velferð skjólstæðinga allan sólarhringinn allt árið um kring.Þorkell Þorkelsson Umsögn dómnefndar: Einlæg og falleg frásögn af kvöldvakt á Landspítalanum í miðjum heimsfaraldri. Ljósmyndarinn færir okkur heim sem fáir hafa aðgang að. Myndaröðin er heildstæð og sterk frásögn en jafnframt getur hver mynd staðið sér. Vel ljósmynduð sería við krefjandi aðstæður á erfiðum tímum. Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson
Ljósmyndun Fjölmiðlar Fréttir ársins 2020 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis Sjá meira