Bankahrunið ekkert á við Covid Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. febrúar 2021 08:01 Hjónin Selma Edda Guðmundsdóttir og Haukur Herbertsson hjá Mountaineers of Iceland. Vísir/Vilhelm „Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. Fyrirtækið var stofnað árið 1996 og hefur á þeim 25 árum gengið í gegnum ýmislegt. En aldrei neitt á við Covid. „Bankahrunið var ekkert svo erfitt því þá hrundi gengið sem skilaði sér til ferðaþjónustunnar. Staðan í Covid er hins vegar skelfileg og við í raun bara upp á náð og miskunn ríkis og banka,“ segir Haukur. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Mountaineers of Iceland. Rannsóknarlögregla á fjöllum Stofnandi Mountaineers of Iceland er Herbert Hauksson. Herbert starfaði lengi sem rannsóknarlögreglumaður og hélt því starfi áfram fyrstu árin eftir að fyrirtækið var stofnað. Þá í samstarfi með þremur öðrum félögum. Í upphafi snerist starfsemin um jeppaferðir um hálendið. Ætli pabbi hafi ekki keypt fyrsta jeppann ´87-´88 og þá fóru fríin að ganga út á hálendisferðir. Það sem kallaðist stór jeppi þá myndi reyndar kallast frekar lítill jeppi í dag,“ segir Haukur og hlær. Haukur segir föður sinn alltaf hafa verið mikinn áhugamann um útivist. „Þetta byrjar síðan allt þarna ´96 þegar hann kaupir breyttan jeppa í samfloti með þremur öðrum. Saman stofna þeir Fjallamenn ehf., sem frá upphafi hefur heitið Mountaineers á ensku. Jeppann notuðu þeir til að keyra fyrir ferðaskrifstofur á hálendi og jökla. Þetta var samt svo árstíðarbundið því á þessum tíma komu ekki ferðamenn allt árið eins og síðastliðin ár.“ Uppúr aldamótum hættir Herbert í rannsóknarlögreglunni til að einbeita sér alfarið að Mountaineers. Þá keypti hann félaga sína út úr fyrirtækinu. Herbert Hauksson starfaði lengi í lögreglunni en stofnaði Mountaineers of Iceland árið 1996, þá með þremur öðrum félögum sínum. Síðar keypti hann félagana út. Hjón í rekstri Fyrstu vélsleðarnir voru keyptir uppúr aldamótum og voru fyrstu ferðirnar ýmist sleðaferðir á Hellisheiði á vorin eða á Langjökli á sumrin. Þá var keyptur gamall flutningabíll þar sem gallar og hjálmar voru geymdir. Árið 2006 sameinaðist fyrirtækið öðru fyrirtæki í sambærilegum rekstri, Ferðalok ehf. Síðar keypti Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir, eiginkona Herberts, hlut Ferðaloks út. Ólöf hafði þá þegar unnið í ferðaþjónustu lengi vel. Á Ferðaskrifstofu Íslands svo dæmi sé tekið og við uppbyggingu hvataferða hjá Atlantik. Samhliða skrifstofuvinnunni starfaði hún einnig sem leiðsögumaður og bílstjóri. „Ólöf hefur byggt upp mjög öflugt net viðskiptasambanda erlendis. Margir þessara aðila eru fyrir löngu orðnir góðir vinir hennar í dag. Pabbi og Ólöf hafa reyndar alltaf verið mjög dugleg að fara á sölusýningar erlendis og vinna með samstarfsaðilum sínum í markaðssetningu. Í dag vill pabbi helst bara vera á svæðinu á jarðýtu eða snjóhefil en styrkleikinn okkar í viðskiptasamböndum byggir á þeim grunni sem Ólöf hefur byggt upp,“ segir Haukur. Hjóinin Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir og Herbert Hauksson, eigendur Mountaineers of Iceland. Önnur hjón í rekstri Herbert og Ólöf eru ekki einu hjónin sem hafa starfað í fjölskyldufyrirtækinu. Fyrir Covid störfuðu þar einnig dóttir Ólafar, Viktoría Hlíf Theodórsdóttir og lífsförunautur hennar Aron Nökkvi Ólafsson. Þá starfar eiginkona Hauks hjá fyrirtækinu, Selma Edda Guðmundsdóttir. „Já ég byrjaði rétt fyrir Covid,“ segir Selma og hálf brosir út í annað yfir tímasetningunni. En Haukur, hefur þú alltaf verið með bakteríuna eins og pabbi þinn? „Nei alls ekki. Ég hef haft meiri áhuga á tölvum og tækni, kláraði véltæknifræði en var samt alltaf að hjálpa til. Vann lengi sem leiðsögumaður og hélt því áfram um helgar og svona.“ Árið 2017 stóð Haukur á tímamótum og langaði að breyta til. „Pabbi og Ólöf buðu mér að koma inn. Ég myndi taka yfir skrifstofuna og sjá um allt sem henni tengist. Ekki að þetta hafi verið mjög formlegar viðræður,“ segir Haukur og hlær. Það sem Hauki fannst sérstaklega spennandi er að í fjölskyldufyrirtækjum eru boðleiðir stuttar og þar meiri líkur en víða að taka þátt í stefnumörkun og fleira. En hvernig er það í fjölskyldunni, talið þið um eitthvað annað en vinnuna? „Nei,“ svara Haukur og Selma samhljóða og skella uppúr. Jú jú, við Haukur getum auðvitað talað um ýmislegt annað. En þegar að við hittum tengdó er það aðallega vinnan sem talað er um,“ segir Selma og hlær. Haukur segir ferðamenn sem koma í sleðaferðir hjá Mountaineers fyrst og fremst sækja í að upplifa jökulinn, náttúruna og friðsældina. Sparað fyrir Íslandsferð Jeppaferðirnar lögðust smátt og smátt af á meðan sérhæfingin í vélsleðaferðum jókst. „Reyndar eru fæstir að sækjast í að keyra vélsleða. Ferðamennirnir eru að sækjast í að sjá jökulinn og náttúruna.“ Haukur segir árin fyrir hrun meðal annars hafa einkennst af því að mikill peningur var í umferð. Mörg fyrirtæki stóðu þá fyrir veglegum hvataferðum fyrir starfsfólk. Gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hleypti síðan öllu af stað. „Fyrir þann tíma var Ísland ekki mjög sýnilegt á kortinu. En eftir gosið vildu allir koma hingað og söluaukningin hjá okkur var um 30-40% á ári.“ Haukur segir Eyjafjallagosið hafa gert mikið. Söluaukning hjá þeim hafi verið um 30-40% á ári. En þótt gengið hafi verið ferðamönnunum hagstætt eftir hrun, telst Ísland mjög dýr áfangastaður. Oft hefur fólk verið lengi að safna sér pening til að ferðast til Íslands. Það skiptir því miklu að bera virðingu fyrir kaupum viðskiptavina sem hingað koma því ferðin byggir oft á þeirra sparifé,“ segir Haukur og nefnir dæmi. „Ég nefni sem dæmi eldri Asíubúa sem við fáum gjarnan. Þetta er oft fólk sem hefur safnað sér pening fyrir sína síðustu ferð, heimsækir okkur og Norðurlöndin.“ Haukur var aðeins gutti þegar hann byrjaði að fara í ferðir með föður sínum á fjöll og varð leiðsögumaður í ferðum um leið og hann hafði aldur til.Vísir/Vilhelm Áföllin En vexti fylgja oft vaxtarverkir. „Þegar ég kem inn í reksturinn var kostnaðurinn farinn að vaxa hraðar en tekjurnar. Fyrirtækið hafði stækkað mikið, margir vélsleðar keyptir og fleira starfsfólk ráðið. Við vissum að við þyrftum að hagræða og straumlínulaga í rekstrinum,“ segir Haukur og bætir við: „Síðan féll Wow Air og við það skapaðist mikill titringur í bransanum. Flugheimurinn lendir síðan í hverju áfallinu á eftir öðru, til dæmis Max-vesenið sem Icelandair lendir í. Þetta voru margar breytur að hafa áhrif.“ Ekkert áfall er þó í líkingu við Covid. Staðan í dag er hrikalega slæm. Fyrirtækið er í hýði en til þess að halda geðheilsunni erum við að bjóða Íslendingum ferðir um helgar á afslætti,“ segir Haukur og bætir við: „Allt okkar starfsfólk fór á hlutabótaleiðina. Við vorum átta á skrifstofunni og um tuttugu til þrjátíu starfsmenn í ferðunum í mismiklu starfshlutfalli. Þegar uppsagnarstyrkurinn kom var hann nýttur fyrir stóran hluta starfsfólks og þegar ástandið framlengdist var fleirum sagt upp. Á 25 árum höfum við byggt upp mikla þekkingu en höfum áhyggjur af því nú hvernig það verður að fá fólk til baka. Því fært fólk ræður sig í önnur og ný störf og þá er hætta á að þekking í fyrirtæki eins og okkar glatist.“ Skemmtilegar sögur En þótt margt sé í strandi og lok lok og læs víða vegna Covid, er ekki úr vegi að heyra hvort það séu ekki einhverjar skemmtilegar sögur til að rifja upp frá góðum tímum? „Jú jú, auðvitað,“ segir Haukur og hlær. „Ég man til dæmis Asískum hjónum um áttrætt. Karlinn keyrði en konan sat aftan á, mjög þétt við hann og í raun með hausinn samhliða honum. Skýringin var þá sú að karlinn var nánast lögblindur, sá ekkert og konan var að segja honum til við aksturinn. Við fengum sjokk!“ Þá er stundum rómantík. Þau eru ófá bónorðin. Þá förum við með kampavín og konfekt og hjálpum parinu að taka myndir þótt auðvitað megi ekki skála almennilega fyrr en komið er úr ferðinni og inn í skála,“ segir Haukur. Í eitt skipti giftu sig tveir íslenskir karlmenn í ferð hjá þeim. Haukur segir mörg ævintýrin og skemmtilegar sögur til af ferðum upp á jökul. Þá sé Baltasar Kormákur sérstaklega duglegur í því að tryggja að verkefni fyrir aðila eins og Netflix, séu sem mest unnin á Íslandi. Kvikmyndaverkefnin hafa verið mörg og skemmtileg. „Mörg verkefni hafa breyst í kjölfar Covid þar sem tökur enda annars staðar og bara einstaka náttúruskot eru tekin hér. En það verður að segjast með Baltasar Kormák og hans Netflix verkefni að hann er ótrúlega duglegur að ná verkefnum þannig að sem mest er gert hér heima.“ Hjónin segja ekki mikið um frægar stjörnur en þegar svo er, ríki trúnaður. Þetta fólk vilji þá ekki hitta neinn og vera alveg sér. „Leiðsögumennirnir okkar eru reyndar stórstjörnurnar. Það vilja allir taka selfie með þeim. Sérstaklega Asíubúarnir,“ segja hjónin og hlæja. Stundum komi séróskir líka upp um að ríkidæmið er meira hjá sumum viðskiptavinum en öðrum. Ég man eftir einum sem sagðist ekki nenna að vakna klukkan níu til að láta sækja sig. Hann bað því um þyrlu svo hann gæti sofið lengur.“ Haukur hefur fulla trú á að íslensk ferðaþjónusta muni rísa upp á ný. Hann telur hins vegar tíu ára varnarbaráttu framundan því margir áfangastaðir í heiminum munu reyna að herja á sambærilega sérstöðu og Ísland: Náttúruna, friðsældina og öryggi.Vísir/Vilhelm Ísland best í heimi? Í Covid segir Haukur reynt að halda áfram með vöruþróunarverkefni eins og íshellinn sem ætlunin er að byggja í samstarfi við Bláskógabyggð. Það sé þó aðeins hægt ef engin eru útgjöldin. Hjónin eru sannfærð um að ferðaþjónustan mun rísa upp á ný. „Sjálfur er ég spenntur fyrir einhvers konar sam-Evrópsku bólusetningarskírteini,“ segir Haukur en bætir við: „Ég er samt sannfærður um að mörg lönd munu reyna að herja á því sem hingað til hefur verið okkar sérstaða: Náttúru, friðsæld og öryggi. Ég nefni sem dæmi Norðmenn og jafnvel Austuríki þótt þeir hafi farið illa út úr Covid um tíma. Framundan er tíu ára hörð varnarbarátta fyrir Ísland. Allur heimurinn er að huga að sinni endurreisn og nýjum leiðum til að koma sér aftur af stað. Þetta verður ekki auðvelt og við þurfum því að gæta vel að okkur.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 „Úti á bílastæði hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri“ „Jú þetta hefur mikið breyst,“ segja félagarnir Ágúst Andri Eiríksson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson og Árni Jóhann Elfar um breytingar sem hafa orðið á bílaverkstæðum síðustu áratugina. Félagarnir þrír eiga og reka Réttingaþjónustuna. „Menn voru grímulausir að vinna með alls kyns eiturefni, mála og sprauta,“ segir Árni um aðbúnaðinn eins og hann eitt sinn var. „Og enginn með hanska eða neitt, það þótti bara aumingjaskapur,“ segir Eiríkur. 24. janúar 2021 08:01 „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 „Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00 „Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Sjá meira
Fyrirtækið var stofnað árið 1996 og hefur á þeim 25 árum gengið í gegnum ýmislegt. En aldrei neitt á við Covid. „Bankahrunið var ekkert svo erfitt því þá hrundi gengið sem skilaði sér til ferðaþjónustunnar. Staðan í Covid er hins vegar skelfileg og við í raun bara upp á náð og miskunn ríkis og banka,“ segir Haukur. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Mountaineers of Iceland. Rannsóknarlögregla á fjöllum Stofnandi Mountaineers of Iceland er Herbert Hauksson. Herbert starfaði lengi sem rannsóknarlögreglumaður og hélt því starfi áfram fyrstu árin eftir að fyrirtækið var stofnað. Þá í samstarfi með þremur öðrum félögum. Í upphafi snerist starfsemin um jeppaferðir um hálendið. Ætli pabbi hafi ekki keypt fyrsta jeppann ´87-´88 og þá fóru fríin að ganga út á hálendisferðir. Það sem kallaðist stór jeppi þá myndi reyndar kallast frekar lítill jeppi í dag,“ segir Haukur og hlær. Haukur segir föður sinn alltaf hafa verið mikinn áhugamann um útivist. „Þetta byrjar síðan allt þarna ´96 þegar hann kaupir breyttan jeppa í samfloti með þremur öðrum. Saman stofna þeir Fjallamenn ehf., sem frá upphafi hefur heitið Mountaineers á ensku. Jeppann notuðu þeir til að keyra fyrir ferðaskrifstofur á hálendi og jökla. Þetta var samt svo árstíðarbundið því á þessum tíma komu ekki ferðamenn allt árið eins og síðastliðin ár.“ Uppúr aldamótum hættir Herbert í rannsóknarlögreglunni til að einbeita sér alfarið að Mountaineers. Þá keypti hann félaga sína út úr fyrirtækinu. Herbert Hauksson starfaði lengi í lögreglunni en stofnaði Mountaineers of Iceland árið 1996, þá með þremur öðrum félögum sínum. Síðar keypti hann félagana út. Hjón í rekstri Fyrstu vélsleðarnir voru keyptir uppúr aldamótum og voru fyrstu ferðirnar ýmist sleðaferðir á Hellisheiði á vorin eða á Langjökli á sumrin. Þá var keyptur gamall flutningabíll þar sem gallar og hjálmar voru geymdir. Árið 2006 sameinaðist fyrirtækið öðru fyrirtæki í sambærilegum rekstri, Ferðalok ehf. Síðar keypti Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir, eiginkona Herberts, hlut Ferðaloks út. Ólöf hafði þá þegar unnið í ferðaþjónustu lengi vel. Á Ferðaskrifstofu Íslands svo dæmi sé tekið og við uppbyggingu hvataferða hjá Atlantik. Samhliða skrifstofuvinnunni starfaði hún einnig sem leiðsögumaður og bílstjóri. „Ólöf hefur byggt upp mjög öflugt net viðskiptasambanda erlendis. Margir þessara aðila eru fyrir löngu orðnir góðir vinir hennar í dag. Pabbi og Ólöf hafa reyndar alltaf verið mjög dugleg að fara á sölusýningar erlendis og vinna með samstarfsaðilum sínum í markaðssetningu. Í dag vill pabbi helst bara vera á svæðinu á jarðýtu eða snjóhefil en styrkleikinn okkar í viðskiptasamböndum byggir á þeim grunni sem Ólöf hefur byggt upp,“ segir Haukur. Hjóinin Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir og Herbert Hauksson, eigendur Mountaineers of Iceland. Önnur hjón í rekstri Herbert og Ólöf eru ekki einu hjónin sem hafa starfað í fjölskyldufyrirtækinu. Fyrir Covid störfuðu þar einnig dóttir Ólafar, Viktoría Hlíf Theodórsdóttir og lífsförunautur hennar Aron Nökkvi Ólafsson. Þá starfar eiginkona Hauks hjá fyrirtækinu, Selma Edda Guðmundsdóttir. „Já ég byrjaði rétt fyrir Covid,“ segir Selma og hálf brosir út í annað yfir tímasetningunni. En Haukur, hefur þú alltaf verið með bakteríuna eins og pabbi þinn? „Nei alls ekki. Ég hef haft meiri áhuga á tölvum og tækni, kláraði véltæknifræði en var samt alltaf að hjálpa til. Vann lengi sem leiðsögumaður og hélt því áfram um helgar og svona.“ Árið 2017 stóð Haukur á tímamótum og langaði að breyta til. „Pabbi og Ólöf buðu mér að koma inn. Ég myndi taka yfir skrifstofuna og sjá um allt sem henni tengist. Ekki að þetta hafi verið mjög formlegar viðræður,“ segir Haukur og hlær. Það sem Hauki fannst sérstaklega spennandi er að í fjölskyldufyrirtækjum eru boðleiðir stuttar og þar meiri líkur en víða að taka þátt í stefnumörkun og fleira. En hvernig er það í fjölskyldunni, talið þið um eitthvað annað en vinnuna? „Nei,“ svara Haukur og Selma samhljóða og skella uppúr. Jú jú, við Haukur getum auðvitað talað um ýmislegt annað. En þegar að við hittum tengdó er það aðallega vinnan sem talað er um,“ segir Selma og hlær. Haukur segir ferðamenn sem koma í sleðaferðir hjá Mountaineers fyrst og fremst sækja í að upplifa jökulinn, náttúruna og friðsældina. Sparað fyrir Íslandsferð Jeppaferðirnar lögðust smátt og smátt af á meðan sérhæfingin í vélsleðaferðum jókst. „Reyndar eru fæstir að sækjast í að keyra vélsleða. Ferðamennirnir eru að sækjast í að sjá jökulinn og náttúruna.“ Haukur segir árin fyrir hrun meðal annars hafa einkennst af því að mikill peningur var í umferð. Mörg fyrirtæki stóðu þá fyrir veglegum hvataferðum fyrir starfsfólk. Gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hleypti síðan öllu af stað. „Fyrir þann tíma var Ísland ekki mjög sýnilegt á kortinu. En eftir gosið vildu allir koma hingað og söluaukningin hjá okkur var um 30-40% á ári.“ Haukur segir Eyjafjallagosið hafa gert mikið. Söluaukning hjá þeim hafi verið um 30-40% á ári. En þótt gengið hafi verið ferðamönnunum hagstætt eftir hrun, telst Ísland mjög dýr áfangastaður. Oft hefur fólk verið lengi að safna sér pening til að ferðast til Íslands. Það skiptir því miklu að bera virðingu fyrir kaupum viðskiptavina sem hingað koma því ferðin byggir oft á þeirra sparifé,“ segir Haukur og nefnir dæmi. „Ég nefni sem dæmi eldri Asíubúa sem við fáum gjarnan. Þetta er oft fólk sem hefur safnað sér pening fyrir sína síðustu ferð, heimsækir okkur og Norðurlöndin.“ Haukur var aðeins gutti þegar hann byrjaði að fara í ferðir með föður sínum á fjöll og varð leiðsögumaður í ferðum um leið og hann hafði aldur til.Vísir/Vilhelm Áföllin En vexti fylgja oft vaxtarverkir. „Þegar ég kem inn í reksturinn var kostnaðurinn farinn að vaxa hraðar en tekjurnar. Fyrirtækið hafði stækkað mikið, margir vélsleðar keyptir og fleira starfsfólk ráðið. Við vissum að við þyrftum að hagræða og straumlínulaga í rekstrinum,“ segir Haukur og bætir við: „Síðan féll Wow Air og við það skapaðist mikill titringur í bransanum. Flugheimurinn lendir síðan í hverju áfallinu á eftir öðru, til dæmis Max-vesenið sem Icelandair lendir í. Þetta voru margar breytur að hafa áhrif.“ Ekkert áfall er þó í líkingu við Covid. Staðan í dag er hrikalega slæm. Fyrirtækið er í hýði en til þess að halda geðheilsunni erum við að bjóða Íslendingum ferðir um helgar á afslætti,“ segir Haukur og bætir við: „Allt okkar starfsfólk fór á hlutabótaleiðina. Við vorum átta á skrifstofunni og um tuttugu til þrjátíu starfsmenn í ferðunum í mismiklu starfshlutfalli. Þegar uppsagnarstyrkurinn kom var hann nýttur fyrir stóran hluta starfsfólks og þegar ástandið framlengdist var fleirum sagt upp. Á 25 árum höfum við byggt upp mikla þekkingu en höfum áhyggjur af því nú hvernig það verður að fá fólk til baka. Því fært fólk ræður sig í önnur og ný störf og þá er hætta á að þekking í fyrirtæki eins og okkar glatist.“ Skemmtilegar sögur En þótt margt sé í strandi og lok lok og læs víða vegna Covid, er ekki úr vegi að heyra hvort það séu ekki einhverjar skemmtilegar sögur til að rifja upp frá góðum tímum? „Jú jú, auðvitað,“ segir Haukur og hlær. „Ég man til dæmis Asískum hjónum um áttrætt. Karlinn keyrði en konan sat aftan á, mjög þétt við hann og í raun með hausinn samhliða honum. Skýringin var þá sú að karlinn var nánast lögblindur, sá ekkert og konan var að segja honum til við aksturinn. Við fengum sjokk!“ Þá er stundum rómantík. Þau eru ófá bónorðin. Þá förum við með kampavín og konfekt og hjálpum parinu að taka myndir þótt auðvitað megi ekki skála almennilega fyrr en komið er úr ferðinni og inn í skála,“ segir Haukur. Í eitt skipti giftu sig tveir íslenskir karlmenn í ferð hjá þeim. Haukur segir mörg ævintýrin og skemmtilegar sögur til af ferðum upp á jökul. Þá sé Baltasar Kormákur sérstaklega duglegur í því að tryggja að verkefni fyrir aðila eins og Netflix, séu sem mest unnin á Íslandi. Kvikmyndaverkefnin hafa verið mörg og skemmtileg. „Mörg verkefni hafa breyst í kjölfar Covid þar sem tökur enda annars staðar og bara einstaka náttúruskot eru tekin hér. En það verður að segjast með Baltasar Kormák og hans Netflix verkefni að hann er ótrúlega duglegur að ná verkefnum þannig að sem mest er gert hér heima.“ Hjónin segja ekki mikið um frægar stjörnur en þegar svo er, ríki trúnaður. Þetta fólk vilji þá ekki hitta neinn og vera alveg sér. „Leiðsögumennirnir okkar eru reyndar stórstjörnurnar. Það vilja allir taka selfie með þeim. Sérstaklega Asíubúarnir,“ segja hjónin og hlæja. Stundum komi séróskir líka upp um að ríkidæmið er meira hjá sumum viðskiptavinum en öðrum. Ég man eftir einum sem sagðist ekki nenna að vakna klukkan níu til að láta sækja sig. Hann bað því um þyrlu svo hann gæti sofið lengur.“ Haukur hefur fulla trú á að íslensk ferðaþjónusta muni rísa upp á ný. Hann telur hins vegar tíu ára varnarbaráttu framundan því margir áfangastaðir í heiminum munu reyna að herja á sambærilega sérstöðu og Ísland: Náttúruna, friðsældina og öryggi.Vísir/Vilhelm Ísland best í heimi? Í Covid segir Haukur reynt að halda áfram með vöruþróunarverkefni eins og íshellinn sem ætlunin er að byggja í samstarfi við Bláskógabyggð. Það sé þó aðeins hægt ef engin eru útgjöldin. Hjónin eru sannfærð um að ferðaþjónustan mun rísa upp á ný. „Sjálfur er ég spenntur fyrir einhvers konar sam-Evrópsku bólusetningarskírteini,“ segir Haukur en bætir við: „Ég er samt sannfærður um að mörg lönd munu reyna að herja á því sem hingað til hefur verið okkar sérstaða: Náttúru, friðsæld og öryggi. Ég nefni sem dæmi Norðmenn og jafnvel Austuríki þótt þeir hafi farið illa út úr Covid um tíma. Framundan er tíu ára hörð varnarbarátta fyrir Ísland. Allur heimurinn er að huga að sinni endurreisn og nýjum leiðum til að koma sér aftur af stað. Þetta verður ekki auðvelt og við þurfum því að gæta vel að okkur.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 „Úti á bílastæði hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri“ „Jú þetta hefur mikið breyst,“ segja félagarnir Ágúst Andri Eiríksson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson og Árni Jóhann Elfar um breytingar sem hafa orðið á bílaverkstæðum síðustu áratugina. Félagarnir þrír eiga og reka Réttingaþjónustuna. „Menn voru grímulausir að vinna með alls kyns eiturefni, mála og sprauta,“ segir Árni um aðbúnaðinn eins og hann eitt sinn var. „Og enginn með hanska eða neitt, það þótti bara aumingjaskapur,“ segir Eiríkur. 24. janúar 2021 08:01 „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 „Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00 „Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Sjá meira
„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00
„Úti á bílastæði hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri“ „Jú þetta hefur mikið breyst,“ segja félagarnir Ágúst Andri Eiríksson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson og Árni Jóhann Elfar um breytingar sem hafa orðið á bílaverkstæðum síðustu áratugina. Félagarnir þrír eiga og reka Réttingaþjónustuna. „Menn voru grímulausir að vinna með alls kyns eiturefni, mála og sprauta,“ segir Árni um aðbúnaðinn eins og hann eitt sinn var. „Og enginn með hanska eða neitt, það þótti bara aumingjaskapur,“ segir Eiríkur. 24. janúar 2021 08:01
„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00
„Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00
„Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01