Fyrrum fyrirliði Man Utd gagnrýnir hugarfar Liverpool liðsins Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. febrúar 2021 07:01 Roy Keane. vísir/Getty Roy Keane skilur ekkert í titilvörn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liverpool tapaði illa fyrir toppliði Manchester City á Anfield í gær og eru nú tíu stigum á eftir City auk þess sem lærisveinar Pep Guardiola eiga einn leik til góða. Keane var á meðal sérfræðinga í tengslum við stórleik gærdagsins og fór ekki fögrum orðum um meistarana í leikslok. „Þeir eru mikið í því að búa sér til afsakanir. Mér finnst þeir hafa verið vondir meistarar. Í mínum huga er alltaf það fyrsta sem þú hugsar þegar þú ert búinn að vinna deildina, hvernig getum við gert það aftur?“ segir Keane sem er einn sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Keane fór fyrir mögnuðu liði Manchester United um árabil og hampaði Englandsmeistaratitlinum sjö sinnum á sínum ferli. „Ég hef aldrei fundið þetta hugarfar hjá þessu Liverpool liði. Félagið var búið að bíða lengi eftir þessum titli en maður heyrir það ekki á leikmönnum liðsins að þeir vilji gera þetta aftur.“ „Nú eru þeir farnir að tala um að ná topp fjórum. Fólk er alltaf að segja mér að Liverpool sé stórt félag. Þeir lenda í áföllum en þau eru hluti af leiknum. Ég veit að Liverpool vantar tvo varnarmenn en þeir eru með sína bestu sóknarmenn á vellinum.“ „Þeir eru með markvörðinn sinn, þeir eru með landsliðsmenn á miðjunni og eftir leik fer Klopp að tala um kalda fætur hjá markverðinum. Afsakanir á afsakanir ofan. Ef þið haldið þessu áfram þá verða önnur 30 ár í að þið vinnið næsta titil,“ sagði Keane að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Man City steig stórt skref í átt að titlinum með því að gjörsigra Liverpool á Anfield Manchester City er komið í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Englandsmeisturum Liverpool í stórleik dagsins á Anfield. 7. febrúar 2021 18:20 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Liverpool tapaði illa fyrir toppliði Manchester City á Anfield í gær og eru nú tíu stigum á eftir City auk þess sem lærisveinar Pep Guardiola eiga einn leik til góða. Keane var á meðal sérfræðinga í tengslum við stórleik gærdagsins og fór ekki fögrum orðum um meistarana í leikslok. „Þeir eru mikið í því að búa sér til afsakanir. Mér finnst þeir hafa verið vondir meistarar. Í mínum huga er alltaf það fyrsta sem þú hugsar þegar þú ert búinn að vinna deildina, hvernig getum við gert það aftur?“ segir Keane sem er einn sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Keane fór fyrir mögnuðu liði Manchester United um árabil og hampaði Englandsmeistaratitlinum sjö sinnum á sínum ferli. „Ég hef aldrei fundið þetta hugarfar hjá þessu Liverpool liði. Félagið var búið að bíða lengi eftir þessum titli en maður heyrir það ekki á leikmönnum liðsins að þeir vilji gera þetta aftur.“ „Nú eru þeir farnir að tala um að ná topp fjórum. Fólk er alltaf að segja mér að Liverpool sé stórt félag. Þeir lenda í áföllum en þau eru hluti af leiknum. Ég veit að Liverpool vantar tvo varnarmenn en þeir eru með sína bestu sóknarmenn á vellinum.“ „Þeir eru með markvörðinn sinn, þeir eru með landsliðsmenn á miðjunni og eftir leik fer Klopp að tala um kalda fætur hjá markverðinum. Afsakanir á afsakanir ofan. Ef þið haldið þessu áfram þá verða önnur 30 ár í að þið vinnið næsta titil,“ sagði Keane að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man City steig stórt skref í átt að titlinum með því að gjörsigra Liverpool á Anfield Manchester City er komið í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Englandsmeisturum Liverpool í stórleik dagsins á Anfield. 7. febrúar 2021 18:20 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Man City steig stórt skref í átt að titlinum með því að gjörsigra Liverpool á Anfield Manchester City er komið í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Englandsmeisturum Liverpool í stórleik dagsins á Anfield. 7. febrúar 2021 18:20