Í samtali við AP fréttaveituna segist talsmaður Wright ekki vita nákvæmlega hver dánarorsök þingmannsins væri en hann og eiginkona hans Susan voru lögð inn á sjúkrahús á undanförnum tveimur vikum, bæði með Covid-19.
Hún var þó útskrifuð á síðustu dögum.
Wright er fyrsti sitjandi þingmaður Bandaríkjanna sem deyr vegna Covid-19. Í desember dó Luke Letlow vegna Covid-19 en hann hafði verið kjörinn á þingi en ekki tekið sæti enn.
Wright hafði setið á þingi fyrir kjördæmi sitt í Texas frá janúar 2019 og hafði lýst því yfir að hann sóttist eftir öðru kjörtímabili.
Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, minntist Wright á Twitter í dag.
Our hearts are heavy with the news of @RepRonWright's passing. He was a fighter who passionately served the people of Texas and America.
— Kevin McCarthy (@GOPLeader) February 8, 2021
May God grant Susan and his entire family solace during this very difficult time. pic.twitter.com/SdoLfKTZ2y