Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2021 23:09 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt. Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt.
Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41
Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51
Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53