ICE óhlýðnast Biden og flytur börn í upplausnarástand á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2021 09:05 Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda, sem vilja forsetann frá. epa/Jean Marc Herve Abelard Bandaríska löggæslustofnunin sem sér um að framfylgja ákvörðunum í útlendingamálum sætir nú mikilli gagnrýni fyrir að hafa flogið með að minnsta kosti 22 börn til Haítí, þvert á yfirlýstan vilja bandarískra stjórnvalda. Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað. Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað.
Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira