Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:20 John Snorri ásamt Sadpara-feðgunum. Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. Frá þessu greinir pakistanski miðillinn Dawn í morgun og hefur upp úr tilkynningu frá fjölskyldunum. Þar segir að áður en leit var hætt í gær hafi hún staðið yfir samfellt í „72 erfiðar klukkustundir“. Þá er haft upp úr tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að leitin að þremenningunum haldi áfram í dag þegar, og ef, veður leyfi. Þyrlur urðu frá að hverfa snemma dags í gær vegna erfiðra veðurskilyrða og skyggnis. Engin ummerki fundust um John Snorra og félaga. Fram kemur í frétt Dawn að herinn muni nýta allan tiltækan búnað sinn til leitar í lofti og á jörðu. Erfið skilyrði séu þó til leitarinnar í dag, líkt og í gær; ský hylji fjallstoppinn og skyggni lélegt. Þrátt fyrir það verði „öllum steinum velt“. Þá greinir annar fjölmiðill frá því að reyna eigi að nota C-130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum við leitina, sem komist hærra en þyrlurnar. Vanessa O'Brien sést hér við hlið John Snorra, þar sem hann situr í neðri röð hægra megin á mynd, á K2 í fyrrasumar.Facebook Fram kemur í yfirlýsingu frá fjölskyldum þremenninganna að þær færi öllum sem aðstoðað hafa við leitina kærar þakkir. Þá stýri Vanessa O‘Brien, bresk-bandarískur fjallagarpur sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, leitaraðgerðum í gegnum „stafrænar grunnbúðir“ frá Bandaríkjunum. Þá nýti leitarteymið gervihnattarmyndir í háskerpu við leitina. Myndirnar sýni tind fjallsins, sem þyrlur hersins ná ekki til. Daniel Leeb, einum af stofnendum Iceland Space Agency, eru færðar kærar þakkir í þessu samhengi. PRESS RELEASE Skardu, Pakistan 8 February 2021 72-Hour K2 Search Continues Despite Worsening Weather The families of...Posted by MUhammad Ali Sadpara Climber on Mánudagur, 8. febrúar 2021 Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara sem þurfti frá að hverfa úr leiðangrinum fyrir helgi, er enn í grunnbúðum K2 og hefur tekið þátt í leitinni að föður sínum og félögum hans. AP-fréttaveitan hefur eftir honum í dag að hann vonist enn eftir kraftaverki. Þá hafi faðir hans oft boðið fram krafta sína í sambærilegar leitaraðgerðir og bjargað mörgum fjallagörpum. Fjölskylda Johns Snorra sagði í yfirlýsingu til íslenskra fjölmiðla í gær að hún væri vonlítil um að John Snorri og félagar hans séu á lífi en til þeirra sást síðast í fjallinu aðfaranótt föstudags. Erlendir miðlar hafa lýst leitinni í dag sem sérlega tilfinningaþrunginni, þar sem 34 ára afmælisdag Juan Pablo Mohr, eins þremenninganna sem saknað er, beri upp í dag. Fjallamennska Pakistan John Snorri á K2 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Frá þessu greinir pakistanski miðillinn Dawn í morgun og hefur upp úr tilkynningu frá fjölskyldunum. Þar segir að áður en leit var hætt í gær hafi hún staðið yfir samfellt í „72 erfiðar klukkustundir“. Þá er haft upp úr tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að leitin að þremenningunum haldi áfram í dag þegar, og ef, veður leyfi. Þyrlur urðu frá að hverfa snemma dags í gær vegna erfiðra veðurskilyrða og skyggnis. Engin ummerki fundust um John Snorra og félaga. Fram kemur í frétt Dawn að herinn muni nýta allan tiltækan búnað sinn til leitar í lofti og á jörðu. Erfið skilyrði séu þó til leitarinnar í dag, líkt og í gær; ský hylji fjallstoppinn og skyggni lélegt. Þrátt fyrir það verði „öllum steinum velt“. Þá greinir annar fjölmiðill frá því að reyna eigi að nota C-130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum við leitina, sem komist hærra en þyrlurnar. Vanessa O'Brien sést hér við hlið John Snorra, þar sem hann situr í neðri röð hægra megin á mynd, á K2 í fyrrasumar.Facebook Fram kemur í yfirlýsingu frá fjölskyldum þremenninganna að þær færi öllum sem aðstoðað hafa við leitina kærar þakkir. Þá stýri Vanessa O‘Brien, bresk-bandarískur fjallagarpur sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, leitaraðgerðum í gegnum „stafrænar grunnbúðir“ frá Bandaríkjunum. Þá nýti leitarteymið gervihnattarmyndir í háskerpu við leitina. Myndirnar sýni tind fjallsins, sem þyrlur hersins ná ekki til. Daniel Leeb, einum af stofnendum Iceland Space Agency, eru færðar kærar þakkir í þessu samhengi. PRESS RELEASE Skardu, Pakistan 8 February 2021 72-Hour K2 Search Continues Despite Worsening Weather The families of...Posted by MUhammad Ali Sadpara Climber on Mánudagur, 8. febrúar 2021 Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara sem þurfti frá að hverfa úr leiðangrinum fyrir helgi, er enn í grunnbúðum K2 og hefur tekið þátt í leitinni að föður sínum og félögum hans. AP-fréttaveitan hefur eftir honum í dag að hann vonist enn eftir kraftaverki. Þá hafi faðir hans oft boðið fram krafta sína í sambærilegar leitaraðgerðir og bjargað mörgum fjallagörpum. Fjölskylda Johns Snorra sagði í yfirlýsingu til íslenskra fjölmiðla í gær að hún væri vonlítil um að John Snorri og félagar hans séu á lífi en til þeirra sást síðast í fjallinu aðfaranótt föstudags. Erlendir miðlar hafa lýst leitinni í dag sem sérlega tilfinningaþrunginni, þar sem 34 ára afmælisdag Juan Pablo Mohr, eins þremenninganna sem saknað er, beri upp í dag.
Fjallamennska Pakistan John Snorri á K2 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48
Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04