Ísafjarðarbær á eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2021 12:02 Ísafjarðarbær á í dag 27 íbúðir í húsnæði Hlífar sem sést aftan við sjúkrahúsið á þessari mynd. Stöð 2/Egill Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir óeðlilegt að bærinn eigi hlutfallslega fleiri félagslegar íbúðir en önnur bæjarfélög en bærinn stefni að því að selja hundrað íbúðir í eigu bæjarins sem og íbúðir fyrir aldraða til óhagnaðardrifinna félaga. Afraksturinn yrði meðal annars notaður til að auka framboð á húsnæði fyrir aldraða. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson. Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson.
Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira