Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2021 20:12 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. Á rafrænum fjárfestafundi í morgun kynnti forstjóri Icelandair 51 milljarðs króna taprekstur á nýliðnu ári en kvaðst jafnframt bjartsýnn um að bólusetningar leiði til þess að ferðatakmörkunum verði aflétt jafnt og þétt. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann þó enn langt í að fyrri stöðu fyrirtækisins verði náð. Boeing 767-þota Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð.Arnar Halldórsson „Við gerðum ráð fyrir því að þetta ár, 2021, yrði svona 1/3 tæplega af því sem við sáum fyrir covid. Og við erum svona ennþá að vinna með það, að við verðum í svona þrjátíu prósent framleiðslu af 2019, á þessu ári í heild. Og við verðum komin í sömu stöðu 2024 og við vorum fyrir covid. Það er svona grunnmyndin sem við erum að horfa til. En síðan er þetta að sjálfsögðu allt breytingum háð,“ segir Bogi Nils. Fyrstu merki um bata sjást nú með því að byrjað er að auglýsa eftir flugmönnum og von á endurkomu Max-vélanna. Samanburður á starfsmannafjölda frá árslokum 2019 til ársloka 2020 lýsir þó vel högginu. Fjöldinn fór úr nærri 4.300 manns niður í um 1.500 og fækkaði um 2.700 manns. Starfsmannafjöldi Icelandair í árslok 2020 var 36 prósent af því sem var á sama tíma árið áður. Fækkunin nemur 2.725 manns.Grafík: Hafsteinn Þórðarson/Heimild: Icelandair Icelandair er langstærsta fyrirtæki í ferðaþjónustu hérlendis og því spyrja margir: Hvenær verður farið að endurráða fólk? Hve margir munu fá vinnu í sumar? „Óvissan er mjög mikil ennþá en við erum bjartsýn á að þetta fari í gang í sumar. Og ef það gerist þá munum við ráða til baka. Og við vonumst að sjálfsögðu til þess að það verði sem flestir. Af okkar frábæra fólki sem við því miður þurftum að segja upp á síðasta ári. En óvissan er klárlega mjög mikil ennþá. Þannig að þetta liggur ekki fyrir á þessum tímapunkti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. febrúar 2021 13:16 Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53 Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. 7. febrúar 2021 13:31 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Á rafrænum fjárfestafundi í morgun kynnti forstjóri Icelandair 51 milljarðs króna taprekstur á nýliðnu ári en kvaðst jafnframt bjartsýnn um að bólusetningar leiði til þess að ferðatakmörkunum verði aflétt jafnt og þétt. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann þó enn langt í að fyrri stöðu fyrirtækisins verði náð. Boeing 767-þota Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð.Arnar Halldórsson „Við gerðum ráð fyrir því að þetta ár, 2021, yrði svona 1/3 tæplega af því sem við sáum fyrir covid. Og við erum svona ennþá að vinna með það, að við verðum í svona þrjátíu prósent framleiðslu af 2019, á þessu ári í heild. Og við verðum komin í sömu stöðu 2024 og við vorum fyrir covid. Það er svona grunnmyndin sem við erum að horfa til. En síðan er þetta að sjálfsögðu allt breytingum háð,“ segir Bogi Nils. Fyrstu merki um bata sjást nú með því að byrjað er að auglýsa eftir flugmönnum og von á endurkomu Max-vélanna. Samanburður á starfsmannafjölda frá árslokum 2019 til ársloka 2020 lýsir þó vel högginu. Fjöldinn fór úr nærri 4.300 manns niður í um 1.500 og fækkaði um 2.700 manns. Starfsmannafjöldi Icelandair í árslok 2020 var 36 prósent af því sem var á sama tíma árið áður. Fækkunin nemur 2.725 manns.Grafík: Hafsteinn Þórðarson/Heimild: Icelandair Icelandair er langstærsta fyrirtæki í ferðaþjónustu hérlendis og því spyrja margir: Hvenær verður farið að endurráða fólk? Hve margir munu fá vinnu í sumar? „Óvissan er mjög mikil ennþá en við erum bjartsýn á að þetta fari í gang í sumar. Og ef það gerist þá munum við ráða til baka. Og við vonumst að sjálfsögðu til þess að það verði sem flestir. Af okkar frábæra fólki sem við því miður þurftum að segja upp á síðasta ári. En óvissan er klárlega mjög mikil ennþá. Þannig að þetta liggur ekki fyrir á þessum tímapunkti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. febrúar 2021 13:16 Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53 Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. 7. febrúar 2021 13:31 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. febrúar 2021 13:16
Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53
Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. 7. febrúar 2021 13:31
Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15