Liverpool hefur grætt oftar en tapað á markaðnum síðustu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 08:00 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp með leikmönnunum Roberto Firmino, Diogo Jota, Fabinho og Andrew Robertson. Getty/Laurence Griffiths Liverpool hefur ekki eytt miklu í nýja leikmenn síðustu misseri miðað við nágranna þeirra frá Manchester borg og þetta sést vel í fróðlegri úttekt CIES Football Observatory. Margir eru að velta fyrir sér taktík Liverpool á félagsskiptamarkaðnum í kjölfar þess að spekingum finnst vanta talsvert upp á breidd Liverpool liðsins til að geta haldið í við Manchester liðin tvö. Það er í það minnsta ljóst að Liverpool er að kosta til miklu minni pening í leikmenn en Manchester City og Manchester United þegar er borið saman það sem félög kaupa og selja af leikmönnum undanfarin fimm ár. CIES Football Observatory hefur verið að gera upp kaup og sölur félaga undanfarið og setja þau í samhengi við síðustu tímabil. Í einni af samantektinni hjá CIES þá var settur fram athyglisverður samanburður á þremur liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eða liðum Manchester City, Manchester United og Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm tímabil og hversu mikið þessi þrjú félög hafa komið út í plús eða mínus í viðskiptum sínum með leikmenn. View this post on Instagram A post shared by CIES Football Observatory (@cies_football) Eins og sjá má í þessari grafík þá hafa Manchester City og Mancheter United eytt miklu meira í leikmenn og þá hafa þau aldrei verið í plús í viðskiptum sínum með leikmenn. City kom eitt tímabil út á sléttu en annars eru þessi bæði félög alltaf í mínus. Liverpool hefur aftur á móti grætt oftar á leikmannasölum en liðið hefur tapað. Á þremur af síðustu fimm tímabilum þá hefur Liverpool fengið inn meiri pening fyrir sölur á leikmönnum en félagið hefur borgað fyrir nýja leikmenn. Það er líka gríðarlegur munur á nettóeyðslu þessara þriggja félaga. Manchester City hefur alls eytt 631 milljón evra meira í keypta leikmenn en félagið hefur fengið fyrir sölu á leikmönnum. Manchester United er ekki langt á eftr með 583 milljónir evra í mínus. Liverpool hefur aftur á móti bara eytt 129 milljónum evra meira í nýja leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn í staðinn. Nú er spurning hvort Jürgen Klopp mæti með þessa samantekt á næsta fund sinn með stjórninni til að pressa á það að fá að eyða í nýja leikmenn næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Margir eru að velta fyrir sér taktík Liverpool á félagsskiptamarkaðnum í kjölfar þess að spekingum finnst vanta talsvert upp á breidd Liverpool liðsins til að geta haldið í við Manchester liðin tvö. Það er í það minnsta ljóst að Liverpool er að kosta til miklu minni pening í leikmenn en Manchester City og Manchester United þegar er borið saman það sem félög kaupa og selja af leikmönnum undanfarin fimm ár. CIES Football Observatory hefur verið að gera upp kaup og sölur félaga undanfarið og setja þau í samhengi við síðustu tímabil. Í einni af samantektinni hjá CIES þá var settur fram athyglisverður samanburður á þremur liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eða liðum Manchester City, Manchester United og Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm tímabil og hversu mikið þessi þrjú félög hafa komið út í plús eða mínus í viðskiptum sínum með leikmenn. View this post on Instagram A post shared by CIES Football Observatory (@cies_football) Eins og sjá má í þessari grafík þá hafa Manchester City og Mancheter United eytt miklu meira í leikmenn og þá hafa þau aldrei verið í plús í viðskiptum sínum með leikmenn. City kom eitt tímabil út á sléttu en annars eru þessi bæði félög alltaf í mínus. Liverpool hefur aftur á móti grætt oftar á leikmannasölum en liðið hefur tapað. Á þremur af síðustu fimm tímabilum þá hefur Liverpool fengið inn meiri pening fyrir sölur á leikmönnum en félagið hefur borgað fyrir nýja leikmenn. Það er líka gríðarlegur munur á nettóeyðslu þessara þriggja félaga. Manchester City hefur alls eytt 631 milljón evra meira í keypta leikmenn en félagið hefur fengið fyrir sölu á leikmönnum. Manchester United er ekki langt á eftr með 583 milljónir evra í mínus. Liverpool hefur aftur á móti bara eytt 129 milljónum evra meira í nýja leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn í staðinn. Nú er spurning hvort Jürgen Klopp mæti með þessa samantekt á næsta fund sinn með stjórninni til að pressa á það að fá að eyða í nýja leikmenn næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti