„Eiga að sýna íslensku strákunum þá virðingu að taka alvöru Bandaríkjamann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 10:00 Eric Julian Wise er ekki að gera nóg fyrir Grindavíkurliðið og það munar mikið um það. Vísir/ Hulda Margrét Framtíð bandaríska körfuboltamannsins Eric Julian Wise hjá Grindavík var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gærkvöldi þar sem fjallað var um níundu umferða. Eric Wise skoraði 12 stig í tapleiknum á móti KR og hefur aðeins skorað samtals 46 stig í síðustu fimm leikjum liðsins eða undir tíu stigum að meðaltali í leik. Kjartan Atli Kjartansson vakti máls á þessu í þættinum. „Verum alveg hreinskilnir. Eric Wise var hérna árið 2016, var frábær og var svo keyptur í aðra deild frá Grindavík eftir fimm leiki. Hann slítur hásin áður en hann kemur hingað aftur það er fyrir ári síðan. Hann var að jafna sig á síðustu leiktíð hvenær sem hún var,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Hann er með þrettán stig í leik og maður horfir á líkamstjáninguna hans. Maður veit ekki alveg hvað maður á að halda,“ sagði Kjartan Atli. „Í fyrsta lagi skil ég ekki hvað hann er að gera í liðinu fyrst að hann sleit hásin á þessum tíma. Menn vissu hvað yrði spilað ört og gátu því gert sér grein fyrir því að það væri ekki hægt að taka neina áhættu með leikmenn,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Framtíð Wise hjá Grindavík „Það er eins og þú þurfir að trekkja hann í gang í leikjunum og hann byrjar yfirleitt ekki leikina fyrr en í seinni hálfleik þegar einhverjir eru búnir að nudda og hnoða hann í gang. Líkamstjáningin er síðan þannig að það er eins og hann hafi engan áhuga á því að vera hérna að öðru leyti en að fara niður í Landsbanka og ná sér í peninginn. Ég skil ekki hvað hann er að gera hérna ennþá,“ sagði Sævar. „Ég var að fylgjast með plús og mínus tölfræðinni hjá honum og Lalla (Þorleifur Ólafsson) sem var að skipta við hann. Lalli er nýbyrjaður aftur en var plús sautján á meðan hann var mínus 23. Grindavík var framan af miklu betra með Wise á bekknum. Miðað við þennan leik þá finnst mér hann vera hættur að reyna,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Ég held að hann hafi einhverja hugmynd um að þetta sé að vera búið hjá honum,“ sagði Teitur. „Þetta er svo ferlegt því ef þú horfir á töfluna þá er Grindavík bara á fínum stað miðað við allt og allt finnst mér. Íslendingarnir þeirra eru búnir að spila vel en það er kanaígildið þeirra, það er Wise sem er að klikka. Mér finnst að það eigi bara sýna þessum íslensku strákum þá virðingu að taka bara alvöru Bandaríkjamann. Ég skil ekki hvað Grindavík er ennþá að hugsa,“ sagði Teitur. Það má finna alla umfjöllunina um Eric Wise hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira
Eric Wise skoraði 12 stig í tapleiknum á móti KR og hefur aðeins skorað samtals 46 stig í síðustu fimm leikjum liðsins eða undir tíu stigum að meðaltali í leik. Kjartan Atli Kjartansson vakti máls á þessu í þættinum. „Verum alveg hreinskilnir. Eric Wise var hérna árið 2016, var frábær og var svo keyptur í aðra deild frá Grindavík eftir fimm leiki. Hann slítur hásin áður en hann kemur hingað aftur það er fyrir ári síðan. Hann var að jafna sig á síðustu leiktíð hvenær sem hún var,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Hann er með þrettán stig í leik og maður horfir á líkamstjáninguna hans. Maður veit ekki alveg hvað maður á að halda,“ sagði Kjartan Atli. „Í fyrsta lagi skil ég ekki hvað hann er að gera í liðinu fyrst að hann sleit hásin á þessum tíma. Menn vissu hvað yrði spilað ört og gátu því gert sér grein fyrir því að það væri ekki hægt að taka neina áhættu með leikmenn,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Framtíð Wise hjá Grindavík „Það er eins og þú þurfir að trekkja hann í gang í leikjunum og hann byrjar yfirleitt ekki leikina fyrr en í seinni hálfleik þegar einhverjir eru búnir að nudda og hnoða hann í gang. Líkamstjáningin er síðan þannig að það er eins og hann hafi engan áhuga á því að vera hérna að öðru leyti en að fara niður í Landsbanka og ná sér í peninginn. Ég skil ekki hvað hann er að gera hérna ennþá,“ sagði Sævar. „Ég var að fylgjast með plús og mínus tölfræðinni hjá honum og Lalla (Þorleifur Ólafsson) sem var að skipta við hann. Lalli er nýbyrjaður aftur en var plús sautján á meðan hann var mínus 23. Grindavík var framan af miklu betra með Wise á bekknum. Miðað við þennan leik þá finnst mér hann vera hættur að reyna,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Ég held að hann hafi einhverja hugmynd um að þetta sé að vera búið hjá honum,“ sagði Teitur. „Þetta er svo ferlegt því ef þú horfir á töfluna þá er Grindavík bara á fínum stað miðað við allt og allt finnst mér. Íslendingarnir þeirra eru búnir að spila vel en það er kanaígildið þeirra, það er Wise sem er að klikka. Mér finnst að það eigi bara sýna þessum íslensku strákum þá virðingu að taka bara alvöru Bandaríkjamann. Ég skil ekki hvað Grindavík er ennþá að hugsa,“ sagði Teitur. Það má finna alla umfjöllunina um Eric Wise hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira