Dóra María heldur upp á 36 ára afmælið sitt í sumar og þetta verður hennar átjánda tímabil með Val í efstu deild. Hún hefur spilað með liðinu á öllum tímabilum frá 2001 nema 2011 og 2017. 2011 spilaði hún með Djurgarden í sænsku deildinni.
Dóra María er þegar orðin leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild með 251 leik og hún er jafnframt fjórða markahæst hjá Hlíðarendafélaginu í efstu deild með 93 mörk. Dóra María var með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórtán leikjum með Valsliðinu á síðasta tímabili.
Dóra María spilað 114 A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 18 mörk en hún hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari.