Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 11:10 Johns Snorra hefur verið saknað síðan á föstudag. Félagar hans á fjöllum hafa rifjað upp dýrmætar samverustundir á K2 á samfélagsmiðlum síðustu daga. Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. Síðast sást til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, á K2 á föstudag. Leit hófst um helgina en þyrlur frá pakistanska hernum þurftu frá að hverfa á mánudag vegna lélegs skyggnis. Þá kom veður einnig í veg fyrir að þyrlurnar gætu tekið á loft til leitarinnar í gær. Pakistanski miðillinn Dawn hefur eftir samskiptadeild pakistanska hersins að leitarsveitir séu í viðbragðsstöðu og leggi af stað ef veðurgluggi opnast. Gefið hefur verið út að herflugvél verði notuð við leitina næst þegar veður leyfir, sem kemst hærra en þyrlurnar. Sjerpinn Chhang Dawa er á meðal þeirra fjallagarpa sem hafa aðstoðað við leitina. Hann greindi frá því á Facebook í gær að hann væri á heimleið frá grunnbúðunum, þar sem leitarteymi hefur dvalið. Einn skipuleggjenda leitarinnar sagði í samtali við fréttastofu í gær að grunnbúðirnar yrðu opnar fram á laugardag. Hefur ekki gefist upp Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra, sagði í Facebook-færslu í gærkvöldi að hún hefði ekki gefist upp og héldi enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. „Enn stendur yfir leitar og björgun á ástinni minni. Í hjarta mínu er hann kraftaverk og kemur hann til baka. Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk því vikan er ekki liðin, búðirnar hans munu standa til laugardags. Þeir sem þekkja John Snorra Sigurjónsson vita yfir hvaða styrk hann býr og vona ég að fleiri þarna úti veiti mér byr undir þá vængi að reyna þar til er fullreynt,“ sagði Lína Móey í færslu sinni í gær. Rifja upp dýrmætar samverustundir Fjallagarpar og ævintýramenn hafa rifjað upp góðar minningar með þremenningunum á samfélagsmiðlum síðustu daga. Á meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Colin O‘Brady, sem er nú á heimleið frá K2. O‘Brady rifjar upp að þeir John Snorri hafi verið samferða upp fjallið frá grunnbúðunum þann 3. febrúar. „Við hittumst því oft á leiðinni en eftirminnilegasta stundin var tebolli sem við drukkum saman á klettasyllu í grennd við Búðir 1, þar sem við dáðumst að fegurðinni í landslaginu og spennunni sem þá var framundan,“ skrifar O‘Brady í færslu sinni, sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Colin O'Brady (@colinobrady) Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vann að heimildarmynd um leiðangur Sadpara og Johns Snorra, sagði frá því í gær að hann hefði lokið tökum og flogið heim úr grunnbúðunum. Hann rifjar einnig upp samverustundir með félögum sínum á fjallinu. „John og ég smullum strax saman og á fyrsta degi myndaði ég hann að hjálpa við leit og björgun á nærliggjandi tindi. Við áttum vel saman og það var samfellt „flæði“ allar götur síðan,“ skrifar Saikaly. „K2 að vetri til var sameiginlegur draumur Ali, Johns og Sajid. Eins og John sagði alltaf: Ísland er í samstarfi með Pakistan, til að fagna Pakistan.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Íslendingar erlendis Pakistan John Snorri á K2 Fjallamennska Tengdar fréttir Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. 9. febrúar 2021 11:20 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Síðast sást til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, á K2 á föstudag. Leit hófst um helgina en þyrlur frá pakistanska hernum þurftu frá að hverfa á mánudag vegna lélegs skyggnis. Þá kom veður einnig í veg fyrir að þyrlurnar gætu tekið á loft til leitarinnar í gær. Pakistanski miðillinn Dawn hefur eftir samskiptadeild pakistanska hersins að leitarsveitir séu í viðbragðsstöðu og leggi af stað ef veðurgluggi opnast. Gefið hefur verið út að herflugvél verði notuð við leitina næst þegar veður leyfir, sem kemst hærra en þyrlurnar. Sjerpinn Chhang Dawa er á meðal þeirra fjallagarpa sem hafa aðstoðað við leitina. Hann greindi frá því á Facebook í gær að hann væri á heimleið frá grunnbúðunum, þar sem leitarteymi hefur dvalið. Einn skipuleggjenda leitarinnar sagði í samtali við fréttastofu í gær að grunnbúðirnar yrðu opnar fram á laugardag. Hefur ekki gefist upp Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra, sagði í Facebook-færslu í gærkvöldi að hún hefði ekki gefist upp og héldi enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. „Enn stendur yfir leitar og björgun á ástinni minni. Í hjarta mínu er hann kraftaverk og kemur hann til baka. Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk því vikan er ekki liðin, búðirnar hans munu standa til laugardags. Þeir sem þekkja John Snorra Sigurjónsson vita yfir hvaða styrk hann býr og vona ég að fleiri þarna úti veiti mér byr undir þá vængi að reyna þar til er fullreynt,“ sagði Lína Móey í færslu sinni í gær. Rifja upp dýrmætar samverustundir Fjallagarpar og ævintýramenn hafa rifjað upp góðar minningar með þremenningunum á samfélagsmiðlum síðustu daga. Á meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Colin O‘Brady, sem er nú á heimleið frá K2. O‘Brady rifjar upp að þeir John Snorri hafi verið samferða upp fjallið frá grunnbúðunum þann 3. febrúar. „Við hittumst því oft á leiðinni en eftirminnilegasta stundin var tebolli sem við drukkum saman á klettasyllu í grennd við Búðir 1, þar sem við dáðumst að fegurðinni í landslaginu og spennunni sem þá var framundan,“ skrifar O‘Brady í færslu sinni, sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Colin O'Brady (@colinobrady) Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vann að heimildarmynd um leiðangur Sadpara og Johns Snorra, sagði frá því í gær að hann hefði lokið tökum og flogið heim úr grunnbúðunum. Hann rifjar einnig upp samverustundir með félögum sínum á fjallinu. „John og ég smullum strax saman og á fyrsta degi myndaði ég hann að hjálpa við leit og björgun á nærliggjandi tindi. Við áttum vel saman og það var samfellt „flæði“ allar götur síðan,“ skrifar Saikaly. „K2 að vetri til var sameiginlegur draumur Ali, Johns og Sajid. Eins og John sagði alltaf: Ísland er í samstarfi með Pakistan, til að fagna Pakistan.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly)
Íslendingar erlendis Pakistan John Snorri á K2 Fjallamennska Tengdar fréttir Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. 9. febrúar 2021 11:20 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30
Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. 9. febrúar 2021 11:20
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04