Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 14:02 Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira