Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 11:21 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. Pakistanski miðillinn Dawn greinir frá stöðu leitarinnar á vef sínum í dag. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og félaga hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, í rúma fimm sólarhringa. Ekki var unnt að leita að þremenningunum í gær og fyrradag vegna veðurs en nú er útlit fyrir að veðurgluggi hafi opnast. Dawn hefur eftir tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að stefnt sé að því að C-130 flugvél pakistanska hersins verði send til leitarinnar í dag. Flugvélin er sögð komast hærra en þyrlurnar sem notaðar hafa verið við leit fram að þessu. Flugvélin verði útbúin hitamyndavélum. Þá séu fjórir göngumenn vanir háfjallaklifri tilbúnir að leggja af stað upp fjallið ef myndir úr hitamyndavélum varpi ljósi á staðsetningu Johns Snorra og félaga. Tveir göngumannanna, Sadiq Sadpara og Ali Muhammad Sadpara, hafi þegar lokið hæðaraðlögun og geti farið tafarlaust upp fyrir grunnbúðir ef nauðsyn krefur. Sextíu dagar til leitar Raja Nasir Ali Khan, ferðamálaráðherra á svæðinu, sagði á Twitter í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið á fundi í gær að gefa sér sextíu daga til leitarstarfs á K2. Þá verði aðeins lagt í björgunaraðgerðir upp fjallið þegar nákvæm staðsetning þremenninganna liggi fyrir. ...Duration of search activity is likely to be extended up to 60 days. Embassies of both foreign nationals may also be taken on board regarding search activities their assistance in form of international rescue climbers.#k2winterexpedition2021#Alisadapara #JohnSnorri #JPMohr— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 10, 2021 Stjórnvöld í Pakistan bönnuðu í gær ferðir upp á K2 út vetrartímabilið. Allir göngumenn sem þá voru staddir í búðum á fjallinu héldu í kjölfarið heim. Pakistan John Snorri á K2 Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Pakistanski miðillinn Dawn greinir frá stöðu leitarinnar á vef sínum í dag. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og félaga hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, í rúma fimm sólarhringa. Ekki var unnt að leita að þremenningunum í gær og fyrradag vegna veðurs en nú er útlit fyrir að veðurgluggi hafi opnast. Dawn hefur eftir tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að stefnt sé að því að C-130 flugvél pakistanska hersins verði send til leitarinnar í dag. Flugvélin er sögð komast hærra en þyrlurnar sem notaðar hafa verið við leit fram að þessu. Flugvélin verði útbúin hitamyndavélum. Þá séu fjórir göngumenn vanir háfjallaklifri tilbúnir að leggja af stað upp fjallið ef myndir úr hitamyndavélum varpi ljósi á staðsetningu Johns Snorra og félaga. Tveir göngumannanna, Sadiq Sadpara og Ali Muhammad Sadpara, hafi þegar lokið hæðaraðlögun og geti farið tafarlaust upp fyrir grunnbúðir ef nauðsyn krefur. Sextíu dagar til leitar Raja Nasir Ali Khan, ferðamálaráðherra á svæðinu, sagði á Twitter í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið á fundi í gær að gefa sér sextíu daga til leitarstarfs á K2. Þá verði aðeins lagt í björgunaraðgerðir upp fjallið þegar nákvæm staðsetning þremenninganna liggi fyrir. ...Duration of search activity is likely to be extended up to 60 days. Embassies of both foreign nationals may also be taken on board regarding search activities their assistance in form of international rescue climbers.#k2winterexpedition2021#Alisadapara #JohnSnorri #JPMohr— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 10, 2021 Stjórnvöld í Pakistan bönnuðu í gær ferðir upp á K2 út vetrartímabilið. Allir göngumenn sem þá voru staddir í búðum á fjallinu héldu í kjölfarið heim.
Pakistan John Snorri á K2 Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51