Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2021 22:38 Samkvæmt heimildum Vísis eru það eitthvað á þessa leið sem uppstillingarnefndin leggur upp með að efstu sæti í kjördæmum Reykjavíkur verði skipuð. Kristrún Frostadóttir og Helga Vala Helgadóttir munu að öllum líkindum skipa efstu sætin tvö en í öðru sæti á lista í sitthvoru kjördæminu ætlar uppstillingarnefnd að Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson fyrrverandi blaðamaður skipi. visir/vilhelm/Samfylkingin Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. Í kvöld sagði Jóhanna Vigdís varaþingmaður Samfylkingarinnar sig úr flokknum. Af orðum hennar má ráða hvernig landið liggur. „Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið - að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. Samkvæmt heimildum Vísis var henni boðið að taka þriðja sæti á lista en hún skipaði annað sæti fyrir síðustu kosningar. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar - sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár. Sannarlega er ég seinþreytt til vandræða, en þegar mér ofbýður þá geri ég eins og góð kona sagði um árið; kýs með fótunum.“ Af þessu má ráða að efstu sæti á lista annars vegar skipa Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Mjöll Frostadóttir. Í öðru sæti annars Reykjavíkurkjördæmanna verður Jóhann Páll Jóhannsson og hinu líklega Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Hún var búin að segjast vilja fara í Kragann en það mun vera slík eftirspurn eftir henni meðal þeirra í Reykjavík, að þetta er það sem lagt hefur verið til. Þetta er þó ekki staðfest. Hvað varðar þrálátan orðróm um að Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi sækist eftir sæti sem gefur góða möguleika á sæti á þingi, mun það vera svo að hún hafi augastað á sæti á lista sem hugsanlega gæti þýtt varaþingmannssæti. Samkvæmt könnunum mælast inni tvö þingmannssæti í hvoru kjördæminu um sig. Innan Samfylkingar er það metið sem svo að 3. sætið sé baráttusæti. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Í kvöld sagði Jóhanna Vigdís varaþingmaður Samfylkingarinnar sig úr flokknum. Af orðum hennar má ráða hvernig landið liggur. „Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið - að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. Samkvæmt heimildum Vísis var henni boðið að taka þriðja sæti á lista en hún skipaði annað sæti fyrir síðustu kosningar. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar - sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár. Sannarlega er ég seinþreytt til vandræða, en þegar mér ofbýður þá geri ég eins og góð kona sagði um árið; kýs með fótunum.“ Af þessu má ráða að efstu sæti á lista annars vegar skipa Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Mjöll Frostadóttir. Í öðru sæti annars Reykjavíkurkjördæmanna verður Jóhann Páll Jóhannsson og hinu líklega Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Hún var búin að segjast vilja fara í Kragann en það mun vera slík eftirspurn eftir henni meðal þeirra í Reykjavík, að þetta er það sem lagt hefur verið til. Þetta er þó ekki staðfest. Hvað varðar þrálátan orðróm um að Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi sækist eftir sæti sem gefur góða möguleika á sæti á þingi, mun það vera svo að hún hafi augastað á sæti á lista sem hugsanlega gæti þýtt varaþingmannssæti. Samkvæmt könnunum mælast inni tvö þingmannssæti í hvoru kjördæminu um sig. Innan Samfylkingar er það metið sem svo að 3. sætið sé baráttusæti.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40
Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56