Rangers vann 1-0 sigur á Kilmarnock. Eina mark leiksins kom á 37. mínútu er Ryan Jack skoraði sigurmarkið.
Rangers er með 79 stig eftir fyrstu 29 leikina. Þeir hafa unnið 25, gert fjögur jafntefli og ekki tapað einum einasta leik.
Þeir eru með 21 stigs forskot á erkifjenduna í Celtic, sem eiga þó tvo leiki til góða, en Rangers komnir með níu fingur á titilinn sem þeir hafa ekki unnið síðan tímabilið 2010/2011.
Kilmarnock er í tíunda sætinu með 24 stig.
FULL-TIME: Rangers 1-0 Kilmarnock
— Rangers Football Club (@RangersFC) February 13, 2021
👏 Three Points at Ibrox. pic.twitter.com/8YCfBKuncd