Þrjú smituð og öllu skellt í lás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 08:35 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er hér fyrir miðju. Með henni á myndinni eru landlæknir Nýja-Sjálands og ráðherrar í ríkisstórn hennar. Dave Rowland/Getty Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað þriggja daga útgöngubann og harðar sóttvarnaaðgerðir í Auckland, stærstu borg landsins, eftir að þrír einstaklingar greindust þar með kórónuveiruna. Markmið stjórnvalda er að grípa til harðra aðgerða strax og smit greinast, og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu. Um er að ræða þriggja manna fjölskyldu sem greindist með veiruna í dag. Nýja-Sjáland hefur vakið heimsathygli fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 2.300 manns hafa greinst með kórónuveiruna frá upphafi faraldursins á síðasta ári og 25 manns látið lífið af völdum Covid-19. Íbúafjöldi Nýja-Sjálands er um fimm milljónir. Meðal þeirra aðgerða sem þessi góði árangur hefur verið þakkaður eru harðar reglur á landamærunum. Nánast engum öðrum en ríkisborgurum og íbúum landsins er hleypt inn. Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til í Auckland vegna smitanna þriggja fela í sér að íbúum borgarinnar, sem telja um 1,7 milljónir, verður gert að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til, svo sem ef fólk vinnur nauðsynlega vinnu eða þarf að kaupa nauðsynjavörur. Skólum og verslunum sem ekki teljast nauðsynlegar verður lokað í þá þrjá daga sem aðgerðirnar eiga að vara. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Ardern að þrír dagar ættu að vera nægur tími fyrir stjórnvöld til að afla sér upplýsinga um smitin, framkvæmda smitrakningu og komast að því hvort útbreiðsla hefði orðið. Þó hörðustu aðgerðir eigi bara við um Auckland er fólki annars staðar í landinu bent á að vera á varðbergi og reyna að gera ráðstafanir. Þannig er fólki sem getur unnið heima bent á að gera það. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Markmið stjórnvalda er að grípa til harðra aðgerða strax og smit greinast, og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu. Um er að ræða þriggja manna fjölskyldu sem greindist með veiruna í dag. Nýja-Sjáland hefur vakið heimsathygli fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 2.300 manns hafa greinst með kórónuveiruna frá upphafi faraldursins á síðasta ári og 25 manns látið lífið af völdum Covid-19. Íbúafjöldi Nýja-Sjálands er um fimm milljónir. Meðal þeirra aðgerða sem þessi góði árangur hefur verið þakkaður eru harðar reglur á landamærunum. Nánast engum öðrum en ríkisborgurum og íbúum landsins er hleypt inn. Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til í Auckland vegna smitanna þriggja fela í sér að íbúum borgarinnar, sem telja um 1,7 milljónir, verður gert að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til, svo sem ef fólk vinnur nauðsynlega vinnu eða þarf að kaupa nauðsynjavörur. Skólum og verslunum sem ekki teljast nauðsynlegar verður lokað í þá þrjá daga sem aðgerðirnar eiga að vara. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Ardern að þrír dagar ættu að vera nægur tími fyrir stjórnvöld til að afla sér upplýsinga um smitin, framkvæmda smitrakningu og komast að því hvort útbreiðsla hefði orðið. Þó hörðustu aðgerðir eigi bara við um Auckland er fólki annars staðar í landinu bent á að vera á varðbergi og reyna að gera ráðstafanir. Þannig er fólki sem getur unnið heima bent á að gera það.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira