Þrjú smituð og öllu skellt í lás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 08:35 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er hér fyrir miðju. Með henni á myndinni eru landlæknir Nýja-Sjálands og ráðherrar í ríkisstórn hennar. Dave Rowland/Getty Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað þriggja daga útgöngubann og harðar sóttvarnaaðgerðir í Auckland, stærstu borg landsins, eftir að þrír einstaklingar greindust þar með kórónuveiruna. Markmið stjórnvalda er að grípa til harðra aðgerða strax og smit greinast, og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu. Um er að ræða þriggja manna fjölskyldu sem greindist með veiruna í dag. Nýja-Sjáland hefur vakið heimsathygli fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 2.300 manns hafa greinst með kórónuveiruna frá upphafi faraldursins á síðasta ári og 25 manns látið lífið af völdum Covid-19. Íbúafjöldi Nýja-Sjálands er um fimm milljónir. Meðal þeirra aðgerða sem þessi góði árangur hefur verið þakkaður eru harðar reglur á landamærunum. Nánast engum öðrum en ríkisborgurum og íbúum landsins er hleypt inn. Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til í Auckland vegna smitanna þriggja fela í sér að íbúum borgarinnar, sem telja um 1,7 milljónir, verður gert að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til, svo sem ef fólk vinnur nauðsynlega vinnu eða þarf að kaupa nauðsynjavörur. Skólum og verslunum sem ekki teljast nauðsynlegar verður lokað í þá þrjá daga sem aðgerðirnar eiga að vara. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Ardern að þrír dagar ættu að vera nægur tími fyrir stjórnvöld til að afla sér upplýsinga um smitin, framkvæmda smitrakningu og komast að því hvort útbreiðsla hefði orðið. Þó hörðustu aðgerðir eigi bara við um Auckland er fólki annars staðar í landinu bent á að vera á varðbergi og reyna að gera ráðstafanir. Þannig er fólki sem getur unnið heima bent á að gera það. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Markmið stjórnvalda er að grípa til harðra aðgerða strax og smit greinast, og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu. Um er að ræða þriggja manna fjölskyldu sem greindist með veiruna í dag. Nýja-Sjáland hefur vakið heimsathygli fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 2.300 manns hafa greinst með kórónuveiruna frá upphafi faraldursins á síðasta ári og 25 manns látið lífið af völdum Covid-19. Íbúafjöldi Nýja-Sjálands er um fimm milljónir. Meðal þeirra aðgerða sem þessi góði árangur hefur verið þakkaður eru harðar reglur á landamærunum. Nánast engum öðrum en ríkisborgurum og íbúum landsins er hleypt inn. Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til í Auckland vegna smitanna þriggja fela í sér að íbúum borgarinnar, sem telja um 1,7 milljónir, verður gert að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til, svo sem ef fólk vinnur nauðsynlega vinnu eða þarf að kaupa nauðsynjavörur. Skólum og verslunum sem ekki teljast nauðsynlegar verður lokað í þá þrjá daga sem aðgerðirnar eiga að vara. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Ardern að þrír dagar ættu að vera nægur tími fyrir stjórnvöld til að afla sér upplýsinga um smitin, framkvæmda smitrakningu og komast að því hvort útbreiðsla hefði orðið. Þó hörðustu aðgerðir eigi bara við um Auckland er fólki annars staðar í landinu bent á að vera á varðbergi og reyna að gera ráðstafanir. Þannig er fólki sem getur unnið heima bent á að gera það.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira