Kyssti United merkið þrátt fyrir að vera nýkominn frá Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 10:31 Charlie McNeill skoraði fernu fyrir átján ára lið Manchester United í 4-2 sigri á Manchester City um helgina. Getty/ John Peters Það er ekki alltaf sem leikir í undir átján ára deildinni í enska fótboltanum fá athygli í netmiðlum en ein frammistaða um helgina breytti því snögglega. Charlie McNeill var leikmaður Manchester City á síðasta tímabili en fór hann illa með sína gömlu félaga í leik um helgina. McNeill skoraði nefnilega fernu þegar Manchester United vann 4-2 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum. Það er aftur á móti saga Charlie McNeill sem gerir þessar frammistöðu hans enn athyglisverðari. 17-year-old Charlie McNeill scored over 600 goals for Manchester City at youth level.Last year he joined rivals United for $1 million.Today he scored four goals in the U18 derby and celebrated by kissing the United badge pic.twitter.com/1suitXf48N— B/R Football (@brfootball) February 13, 2021 Charlie McNeill er aðeins sautján ára gamall en miðað við markaskor hans fyrir yngri lið Manchester City og Manchester United þá ætti hann að geta látið að sér kveða í framtíðinni. Manchester United sótti hann til Manchester City í sumar og borgaði fyrir hann eina milljón punda eða 179 milljónir íslenskra króna. Upphafsgreiðslan var 750 þúsund pund en hún getur hækkað upp í milljón. McNeill hafði raðað inn mörkum fyrir unglingalið City og þau voru líklegast orðin yfir sex hundruð talsins. McNeill var stuðningsmaður Manchester United þegar hann var yngri. Hann fékk aftur á móti sitt fyrsta tækifæri með liði Manchester City árið 2014 þegar hann komst inn í knattspyrnuakademíu félagsins. Charlie McNeill with a hattrick against his former club and celebrates his first goal by kissing the badge. Top red pic.twitter.com/G4Y0mOC7Ix— Scott Patterson (@R_o_M) February 13, 2021 McNeill dreymdi alltaf um að komast aftur til Manchester United og United keypti hann í sumar eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við Juventus og RB Leipzig. Leikurinn um helgina var hans fyrsti leikur á móti sínu gamla félagi og það er óhætt að segja að hann hafi verið maður leiksins. Strákurinn fékk líka mikla ást á netmiðlum fyrir að sýna Manchester United ást sína með því að kyssa félagsmerkið eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Mörkin urðu á endanum fjögur í 4-2 sigri. McNeill ætlaði augljóslega ekki að fylgja þeirri hefð að fagna ekki þegar þú skorar á móti þínum gömlu félögum, þvert á móti, þá lagði hann ofuráherslu á að sýna hvar hollusta hans er í dag. Stuðningsmenn Manchester United fór mjög ánægðir með strákinn og létu ást sína í ljós á netmiðlum. Charlie McNeill er þegar farinn að skapa sér nafn fyrir sín sérstöku fögn eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan. Man United U18 striker Charlie McNeill this season: Shushed Liverpool after scoring in win Did 'take the L' dance after scoring twice vs. Leeds Kissed the badge after scoring four against former club Man City pic.twitter.com/1eBSoxSQdC— ESPN FC (@ESPNFC) February 13, 2021 McNeill átti líka eftir að bæta við þremur öðrum mörkum en annað markið hans í leiknum kom eftir að hann fylgdi eftir eigin vítaklúðri. McNeill hefur nú skorað tólf mörk í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir átján ár lið en tíu þessara marka hafa komið í síðustu sex leikjum hans. Þetta er önnur ferna leikmanns Manchester United liðsins á stuttum tíma því Joe Hugill skoraði fjögur mörk á móti Liverpool á dögunum og þá var Shola Shoretire með þrennu á móti Blackburn. Það eru því greinilega að koma upp markaskorarar hjá Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Charlie McNeill var leikmaður Manchester City á síðasta tímabili en fór hann illa með sína gömlu félaga í leik um helgina. McNeill skoraði nefnilega fernu þegar Manchester United vann 4-2 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum. Það er aftur á móti saga Charlie McNeill sem gerir þessar frammistöðu hans enn athyglisverðari. 17-year-old Charlie McNeill scored over 600 goals for Manchester City at youth level.Last year he joined rivals United for $1 million.Today he scored four goals in the U18 derby and celebrated by kissing the United badge pic.twitter.com/1suitXf48N— B/R Football (@brfootball) February 13, 2021 Charlie McNeill er aðeins sautján ára gamall en miðað við markaskor hans fyrir yngri lið Manchester City og Manchester United þá ætti hann að geta látið að sér kveða í framtíðinni. Manchester United sótti hann til Manchester City í sumar og borgaði fyrir hann eina milljón punda eða 179 milljónir íslenskra króna. Upphafsgreiðslan var 750 þúsund pund en hún getur hækkað upp í milljón. McNeill hafði raðað inn mörkum fyrir unglingalið City og þau voru líklegast orðin yfir sex hundruð talsins. McNeill var stuðningsmaður Manchester United þegar hann var yngri. Hann fékk aftur á móti sitt fyrsta tækifæri með liði Manchester City árið 2014 þegar hann komst inn í knattspyrnuakademíu félagsins. Charlie McNeill with a hattrick against his former club and celebrates his first goal by kissing the badge. Top red pic.twitter.com/G4Y0mOC7Ix— Scott Patterson (@R_o_M) February 13, 2021 McNeill dreymdi alltaf um að komast aftur til Manchester United og United keypti hann í sumar eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við Juventus og RB Leipzig. Leikurinn um helgina var hans fyrsti leikur á móti sínu gamla félagi og það er óhætt að segja að hann hafi verið maður leiksins. Strákurinn fékk líka mikla ást á netmiðlum fyrir að sýna Manchester United ást sína með því að kyssa félagsmerkið eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Mörkin urðu á endanum fjögur í 4-2 sigri. McNeill ætlaði augljóslega ekki að fylgja þeirri hefð að fagna ekki þegar þú skorar á móti þínum gömlu félögum, þvert á móti, þá lagði hann ofuráherslu á að sýna hvar hollusta hans er í dag. Stuðningsmenn Manchester United fór mjög ánægðir með strákinn og létu ást sína í ljós á netmiðlum. Charlie McNeill er þegar farinn að skapa sér nafn fyrir sín sérstöku fögn eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan. Man United U18 striker Charlie McNeill this season: Shushed Liverpool after scoring in win Did 'take the L' dance after scoring twice vs. Leeds Kissed the badge after scoring four against former club Man City pic.twitter.com/1eBSoxSQdC— ESPN FC (@ESPNFC) February 13, 2021 McNeill átti líka eftir að bæta við þremur öðrum mörkum en annað markið hans í leiknum kom eftir að hann fylgdi eftir eigin vítaklúðri. McNeill hefur nú skorað tólf mörk í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir átján ár lið en tíu þessara marka hafa komið í síðustu sex leikjum hans. Þetta er önnur ferna leikmanns Manchester United liðsins á stuttum tíma því Joe Hugill skoraði fjögur mörk á móti Liverpool á dögunum og þá var Shola Shoretire með þrennu á móti Blackburn. Það eru því greinilega að koma upp markaskorarar hjá Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira