Kyssti United merkið þrátt fyrir að vera nýkominn frá Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 10:31 Charlie McNeill skoraði fernu fyrir átján ára lið Manchester United í 4-2 sigri á Manchester City um helgina. Getty/ John Peters Það er ekki alltaf sem leikir í undir átján ára deildinni í enska fótboltanum fá athygli í netmiðlum en ein frammistaða um helgina breytti því snögglega. Charlie McNeill var leikmaður Manchester City á síðasta tímabili en fór hann illa með sína gömlu félaga í leik um helgina. McNeill skoraði nefnilega fernu þegar Manchester United vann 4-2 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum. Það er aftur á móti saga Charlie McNeill sem gerir þessar frammistöðu hans enn athyglisverðari. 17-year-old Charlie McNeill scored over 600 goals for Manchester City at youth level.Last year he joined rivals United for $1 million.Today he scored four goals in the U18 derby and celebrated by kissing the United badge pic.twitter.com/1suitXf48N— B/R Football (@brfootball) February 13, 2021 Charlie McNeill er aðeins sautján ára gamall en miðað við markaskor hans fyrir yngri lið Manchester City og Manchester United þá ætti hann að geta látið að sér kveða í framtíðinni. Manchester United sótti hann til Manchester City í sumar og borgaði fyrir hann eina milljón punda eða 179 milljónir íslenskra króna. Upphafsgreiðslan var 750 þúsund pund en hún getur hækkað upp í milljón. McNeill hafði raðað inn mörkum fyrir unglingalið City og þau voru líklegast orðin yfir sex hundruð talsins. McNeill var stuðningsmaður Manchester United þegar hann var yngri. Hann fékk aftur á móti sitt fyrsta tækifæri með liði Manchester City árið 2014 þegar hann komst inn í knattspyrnuakademíu félagsins. Charlie McNeill with a hattrick against his former club and celebrates his first goal by kissing the badge. Top red pic.twitter.com/G4Y0mOC7Ix— Scott Patterson (@R_o_M) February 13, 2021 McNeill dreymdi alltaf um að komast aftur til Manchester United og United keypti hann í sumar eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við Juventus og RB Leipzig. Leikurinn um helgina var hans fyrsti leikur á móti sínu gamla félagi og það er óhætt að segja að hann hafi verið maður leiksins. Strákurinn fékk líka mikla ást á netmiðlum fyrir að sýna Manchester United ást sína með því að kyssa félagsmerkið eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Mörkin urðu á endanum fjögur í 4-2 sigri. McNeill ætlaði augljóslega ekki að fylgja þeirri hefð að fagna ekki þegar þú skorar á móti þínum gömlu félögum, þvert á móti, þá lagði hann ofuráherslu á að sýna hvar hollusta hans er í dag. Stuðningsmenn Manchester United fór mjög ánægðir með strákinn og létu ást sína í ljós á netmiðlum. Charlie McNeill er þegar farinn að skapa sér nafn fyrir sín sérstöku fögn eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan. Man United U18 striker Charlie McNeill this season: Shushed Liverpool after scoring in win Did 'take the L' dance after scoring twice vs. Leeds Kissed the badge after scoring four against former club Man City pic.twitter.com/1eBSoxSQdC— ESPN FC (@ESPNFC) February 13, 2021 McNeill átti líka eftir að bæta við þremur öðrum mörkum en annað markið hans í leiknum kom eftir að hann fylgdi eftir eigin vítaklúðri. McNeill hefur nú skorað tólf mörk í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir átján ár lið en tíu þessara marka hafa komið í síðustu sex leikjum hans. Þetta er önnur ferna leikmanns Manchester United liðsins á stuttum tíma því Joe Hugill skoraði fjögur mörk á móti Liverpool á dögunum og þá var Shola Shoretire með þrennu á móti Blackburn. Það eru því greinilega að koma upp markaskorarar hjá Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Charlie McNeill var leikmaður Manchester City á síðasta tímabili en fór hann illa með sína gömlu félaga í leik um helgina. McNeill skoraði nefnilega fernu þegar Manchester United vann 4-2 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum. Það er aftur á móti saga Charlie McNeill sem gerir þessar frammistöðu hans enn athyglisverðari. 17-year-old Charlie McNeill scored over 600 goals for Manchester City at youth level.Last year he joined rivals United for $1 million.Today he scored four goals in the U18 derby and celebrated by kissing the United badge pic.twitter.com/1suitXf48N— B/R Football (@brfootball) February 13, 2021 Charlie McNeill er aðeins sautján ára gamall en miðað við markaskor hans fyrir yngri lið Manchester City og Manchester United þá ætti hann að geta látið að sér kveða í framtíðinni. Manchester United sótti hann til Manchester City í sumar og borgaði fyrir hann eina milljón punda eða 179 milljónir íslenskra króna. Upphafsgreiðslan var 750 þúsund pund en hún getur hækkað upp í milljón. McNeill hafði raðað inn mörkum fyrir unglingalið City og þau voru líklegast orðin yfir sex hundruð talsins. McNeill var stuðningsmaður Manchester United þegar hann var yngri. Hann fékk aftur á móti sitt fyrsta tækifæri með liði Manchester City árið 2014 þegar hann komst inn í knattspyrnuakademíu félagsins. Charlie McNeill with a hattrick against his former club and celebrates his first goal by kissing the badge. Top red pic.twitter.com/G4Y0mOC7Ix— Scott Patterson (@R_o_M) February 13, 2021 McNeill dreymdi alltaf um að komast aftur til Manchester United og United keypti hann í sumar eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við Juventus og RB Leipzig. Leikurinn um helgina var hans fyrsti leikur á móti sínu gamla félagi og það er óhætt að segja að hann hafi verið maður leiksins. Strákurinn fékk líka mikla ást á netmiðlum fyrir að sýna Manchester United ást sína með því að kyssa félagsmerkið eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Mörkin urðu á endanum fjögur í 4-2 sigri. McNeill ætlaði augljóslega ekki að fylgja þeirri hefð að fagna ekki þegar þú skorar á móti þínum gömlu félögum, þvert á móti, þá lagði hann ofuráherslu á að sýna hvar hollusta hans er í dag. Stuðningsmenn Manchester United fór mjög ánægðir með strákinn og létu ást sína í ljós á netmiðlum. Charlie McNeill er þegar farinn að skapa sér nafn fyrir sín sérstöku fögn eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan. Man United U18 striker Charlie McNeill this season: Shushed Liverpool after scoring in win Did 'take the L' dance after scoring twice vs. Leeds Kissed the badge after scoring four against former club Man City pic.twitter.com/1eBSoxSQdC— ESPN FC (@ESPNFC) February 13, 2021 McNeill átti líka eftir að bæta við þremur öðrum mörkum en annað markið hans í leiknum kom eftir að hann fylgdi eftir eigin vítaklúðri. McNeill hefur nú skorað tólf mörk í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir átján ár lið en tíu þessara marka hafa komið í síðustu sex leikjum hans. Þetta er önnur ferna leikmanns Manchester United liðsins á stuttum tíma því Joe Hugill skoraði fjögur mörk á móti Liverpool á dögunum og þá var Shola Shoretire með þrennu á móti Blackburn. Það eru því greinilega að koma upp markaskorarar hjá Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira