Sjáðu svakalegan sprett Lukakus gegn Lazio Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 16:02 Marco Parolo réði ekkert við Romelu Lukaku þegar hann bjó til þriðja mark Inter gegn Lazio. getty/Alessandro Sabattini Romelu Lukaku var í miklu stuði þegar Inter sigraði Lazio, 3-1, á San Siro í gær. Með sigrinum komst Inter á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira