Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 09:11 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur frétt Fréttablaðsins í morgun ófrægingarherferð gegn sér. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. Fréttablaðið greindi frá því í forsíðufrétt í morgun að lögð hefði verið fram kæra vegna veiðiþjófnaðar á landi Seðlabankans. Blaðið hafði jafnframt eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Ragnar Þór neitaði þó í samtali við blaðið að hafa nokkuð með málið að gera. Svara væntanlega með stefnu Ragnar Þór ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði tímasetningu fréttarinnar athyglisverða. „Þetta er náttúrulega bara ófrægingarherferð sem Fréttablaðið virðist vera með í gangi gagnvart mér og kannski tímasetningin athyglisverð þar sem eru kosningar í vændum hjá VR, formannskosningar,“ sagði Ragnar Þór. Tvö eru í framboði; Ragnar Þór sem sækist eftir endurkjöri og Helga Guðrún Jónasdóttir. Ragnar kvaðst myndu funda með lögmönnum sínum vegna fréttarinnar upp úr klukkan níu í morgun. „Og við munum svara þessu væntanlega með stefnu,“ sagði hann. „Ekki svona skítlegt“ Þá sagðist Ragnar Þór hafa verið í heimsókn á umræddu landi. Hann hefði aldrei lagt þar net eða veitt. Aðkoma hans að málinu væri úr lausu lofti gripin. „Ég sendi á blaðamann Fréttablaðsins sem ber ábyrgð á fréttinni í gær símanúmerið hjá landeigandanum sem ég heimsótti og hann staðfesti við mig að hann bæri ábyrgð á þessu og Fréttablaðið ætti að hafa vitneskju um það. Þannig að þetta eru rakalausar dylgjur og árásir á mig,“ sagði Ragnar Þór. „Ég bjóst nú alveg við því að eitthvað svona myndi gerast í aðdraganda formannskjörsins þannig að við vorum svo sem við því búnir að eitthvað yrði reynt. En ekki svona skítlegt.“ Formannskjör í VR Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í forsíðufrétt í morgun að lögð hefði verið fram kæra vegna veiðiþjófnaðar á landi Seðlabankans. Blaðið hafði jafnframt eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Ragnar Þór neitaði þó í samtali við blaðið að hafa nokkuð með málið að gera. Svara væntanlega með stefnu Ragnar Þór ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði tímasetningu fréttarinnar athyglisverða. „Þetta er náttúrulega bara ófrægingarherferð sem Fréttablaðið virðist vera með í gangi gagnvart mér og kannski tímasetningin athyglisverð þar sem eru kosningar í vændum hjá VR, formannskosningar,“ sagði Ragnar Þór. Tvö eru í framboði; Ragnar Þór sem sækist eftir endurkjöri og Helga Guðrún Jónasdóttir. Ragnar kvaðst myndu funda með lögmönnum sínum vegna fréttarinnar upp úr klukkan níu í morgun. „Og við munum svara þessu væntanlega með stefnu,“ sagði hann. „Ekki svona skítlegt“ Þá sagðist Ragnar Þór hafa verið í heimsókn á umræddu landi. Hann hefði aldrei lagt þar net eða veitt. Aðkoma hans að málinu væri úr lausu lofti gripin. „Ég sendi á blaðamann Fréttablaðsins sem ber ábyrgð á fréttinni í gær símanúmerið hjá landeigandanum sem ég heimsótti og hann staðfesti við mig að hann bæri ábyrgð á þessu og Fréttablaðið ætti að hafa vitneskju um það. Þannig að þetta eru rakalausar dylgjur og árásir á mig,“ sagði Ragnar Þór. „Ég bjóst nú alveg við því að eitthvað svona myndi gerast í aðdraganda formannskjörsins þannig að við vorum svo sem við því búnir að eitthvað yrði reynt. En ekki svona skítlegt.“
Formannskjör í VR Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19