Síðast þegar PSG kom á Nývang átti Barcelona eina mögnuðustu endurkomu allra tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2021 13:00 Lionel Messi stekkur í fangið á Neymar eftir magnaða endurkomu Barcelona gegn Paris Saint-Germain 2017. getty/VI Images Barcelona og Paris Saint-Germain eigast við í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðast þegar þessi lið mættust á þessum sama stað í keppninni áttu Börsungar eina eftirminnilegustu endurkomu fótboltasögunnar. Barcelona og PSG mætast á Nývangi klukkan 20:00 í kvöld. Seinni leikurinn fer fram á Parc des Princes 10. mars. Liðin mættust einnig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir fjórum árum. Og það er líklega sveiflukenndasta einvígi í sögu keppninnar. PSG gerði allt rétt í fyrri leiknum á heimavelli sem liðið vann 4-0 með tveimur mörkum frá Ángel Di María og einu frá Julian Draxler og Edinson Cavani. Frakkarnir voru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Nývangi. Barcelona byrjaði hann af krafti og komst yfir strax á 3. mínútu með marki Luis Suárez. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði Layvin Kurzawa sjálfsmark og verk Börsunga því hálfnað. Hagur þeirra vænkaðist enn frekar þegar Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Á 62. mínútu minnkaði Cavani muninn í 3-1 fyrir PSG og Barcelona þurfti því að skora þrjú mörk til að komast áfram. Og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan enn 3-1. Þá fékk Barcelona aukaspyrnu fyrir utan vítateig PSG. Neymar steig fram, skoraði fjórða mark Börsunga og kveikti vonarneista sem Cavani virtist hafa slökkt í. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Barcelona ódýrt víti eftir að Suárez féll í teignum. Neymar tók spyrnuna, skoraði annað mark sitt og fimmta mark Barcelona sem þurfti samt eitt mark til viðbótar til að komast áfram. Og á fimmtu mínútu í uppbótartíma kom það. Neymar sendi þá boltann inn á teiginn á Sergi Roberto sem teygði sig í hann og stýrði honum í netið. Þeir tæplega hundrað þúsund manns sem voru á Nývangi trylltust af fögnuði enda höfðu þeir séð eina mögnuðustu endurkomu fótboltasögunnar. Barcelona komst þó ekki lengra í Meistaradeildinni því Juventus sló spænska liðið örugglega úr leik í átta liða úrslitunum, 3-0 samanlagt. Eftir tímabilið 2016-17 keypti PSG Neymar frá Barcelona fyrir metverð. Talið er að leikurinn frægi á Nývangi 8. mars 2017 hafi haft áhrif á þá ákvörðun Neymars að yfirgefa Barcelona. Þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk, lagt upp sigurmarkið og fiskað víti var sviðsljósið á Messi eftir leik. Sama hvað Neymar gerði fyrir Barcelona stóð hann alltaf í skugga Messis. Það er reyndar ekki loku fyrir það skotið að þeir spili aftur saman og það hjá PSG. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og PSG er eitt þeirra félaga sem er talið eiga möguleika á að klófesta argentínska snillinginn. Neymar ku einnig vera duglegur bak við tjöldin að reyna að sannfæra Messi um að koma til frönsku höfuðborgarinnar. Ekkert verður þó af því að þeir Messi og Neymar eigist við í kvöld því Brassinn er meiddur. Einnig er talið ólíklegt að hann verði klár í seinni leikinn gegn Barcelona eftir tæpan mánuð. Mauricio Pochettino stýrir PSG í fyrsta sinn í Meistaradeildinni í kvöld en hann tók við af Thomas Tuchel sem var rekinn á aðfangadag. Tuchel kom PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München. Barcelona hefur hins vegar ekki komist í úrslit Meistaradeildarinnar síðan 2015. Þá vann Barcelona 3-1 sigur á Juventus þar sem Neymar skoraði eitt marka Börsunga. Leikur Barcelona og PSG hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur RB Leipzig og Liverpool hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:15 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
Barcelona og PSG mætast á Nývangi klukkan 20:00 í kvöld. Seinni leikurinn fer fram á Parc des Princes 10. mars. Liðin mættust einnig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir fjórum árum. Og það er líklega sveiflukenndasta einvígi í sögu keppninnar. PSG gerði allt rétt í fyrri leiknum á heimavelli sem liðið vann 4-0 með tveimur mörkum frá Ángel Di María og einu frá Julian Draxler og Edinson Cavani. Frakkarnir voru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Nývangi. Barcelona byrjaði hann af krafti og komst yfir strax á 3. mínútu með marki Luis Suárez. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði Layvin Kurzawa sjálfsmark og verk Börsunga því hálfnað. Hagur þeirra vænkaðist enn frekar þegar Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Á 62. mínútu minnkaði Cavani muninn í 3-1 fyrir PSG og Barcelona þurfti því að skora þrjú mörk til að komast áfram. Og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan enn 3-1. Þá fékk Barcelona aukaspyrnu fyrir utan vítateig PSG. Neymar steig fram, skoraði fjórða mark Börsunga og kveikti vonarneista sem Cavani virtist hafa slökkt í. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Barcelona ódýrt víti eftir að Suárez féll í teignum. Neymar tók spyrnuna, skoraði annað mark sitt og fimmta mark Barcelona sem þurfti samt eitt mark til viðbótar til að komast áfram. Og á fimmtu mínútu í uppbótartíma kom það. Neymar sendi þá boltann inn á teiginn á Sergi Roberto sem teygði sig í hann og stýrði honum í netið. Þeir tæplega hundrað þúsund manns sem voru á Nývangi trylltust af fögnuði enda höfðu þeir séð eina mögnuðustu endurkomu fótboltasögunnar. Barcelona komst þó ekki lengra í Meistaradeildinni því Juventus sló spænska liðið örugglega úr leik í átta liða úrslitunum, 3-0 samanlagt. Eftir tímabilið 2016-17 keypti PSG Neymar frá Barcelona fyrir metverð. Talið er að leikurinn frægi á Nývangi 8. mars 2017 hafi haft áhrif á þá ákvörðun Neymars að yfirgefa Barcelona. Þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk, lagt upp sigurmarkið og fiskað víti var sviðsljósið á Messi eftir leik. Sama hvað Neymar gerði fyrir Barcelona stóð hann alltaf í skugga Messis. Það er reyndar ekki loku fyrir það skotið að þeir spili aftur saman og það hjá PSG. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og PSG er eitt þeirra félaga sem er talið eiga möguleika á að klófesta argentínska snillinginn. Neymar ku einnig vera duglegur bak við tjöldin að reyna að sannfæra Messi um að koma til frönsku höfuðborgarinnar. Ekkert verður þó af því að þeir Messi og Neymar eigist við í kvöld því Brassinn er meiddur. Einnig er talið ólíklegt að hann verði klár í seinni leikinn gegn Barcelona eftir tæpan mánuð. Mauricio Pochettino stýrir PSG í fyrsta sinn í Meistaradeildinni í kvöld en hann tók við af Thomas Tuchel sem var rekinn á aðfangadag. Tuchel kom PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München. Barcelona hefur hins vegar ekki komist í úrslit Meistaradeildarinnar síðan 2015. Þá vann Barcelona 3-1 sigur á Juventus þar sem Neymar skoraði eitt marka Börsunga. Leikur Barcelona og PSG hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur RB Leipzig og Liverpool hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:15 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira