Einn dó og átta særðust í eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 13:15 Þrjár eldflaugar lentu í herstöðinni og minnst þrjár aðrar á íbúðasvæði. GETTY/Yunus Keles Einn lét lífið og minnst átta eru særðir eftir að eldflaugum var skotið að herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, í gærkvöldi. Sá sem dó var verktaki og einn bandarískur hermaður er meðal hinna særðu en hann fékk heilahristing. Herstöðin er í norðurhluta Írak, í borginni Irbil á yfirráðasvæði Kúrda. Talsmaður aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu sagði í morgun að fjórtán 107 mm eldflaugum hefði verið skotið á herstöðina og þrjár hefðu lent í henni. Þrjár eldflaugar eru sagðar hafa lent á íbúðasvæði nærri herstöðinni og flugvelli Irbil. Update: CJTF-OIR confirms approx. 14 107 mm rockets launched with 3 impacting within EAB, Feb 15 at 2130 hours (Iraqi time).One civilian contractor was killed (Not US), and 9 injured ( 8 CIV contractors/ 1 US MIL) - 4 US/ 1 US MIL concussion protocol.— OIR Spokesman Col. Wayne Marotto (@OIRSpox) February 16, 2021 Spenna milli hersveita Bandaríkjanna og írakskra og kúrdískra bandamanna þeirra annars vegar og hersveita sem studdar eru af Íran hins vegar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Tiltölulega lítið þekkt sveit, sem kallast Awliya al-Dam, eða Verjendur blóðs, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sú sveit tengist yfirvöldum í Íran og Hezbollah. Samkvæmt frétt Guardian ber sveitin einnig ábyrgð á tveimur sprengjuárásum á bílalestir Bandaríkjanna í Írak síðasta sumar. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á kjörtímabili sínu að árásir á bandaríkjamenn myndu leiða til umfangsmikilla loftárása Bandaríkjanna á sveitir Írana í Írak. Þegar bandarískur verktaki dó í Kirkuk árið 2019 svaraði Trump fyrir þá árás með því að ráða hershöfðingjann Qassem Soleimani af dögum í loftárás í Írak og Abu Mahdi al-Muhandis, sem leiddi valdamikla sveit í Írak. Sjá einnig: Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Barham Saleh, forseti Íraks, hefur fordæmt árásina og sagði í yfirlýsingu að um hættulega stigmögnun væri að ræða. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að rannsókn muni fara fram og þeir sem hafi skotið eldflaugunum verði dregnir til ábyrgðar. Írak Íran Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Herstöðin er í norðurhluta Írak, í borginni Irbil á yfirráðasvæði Kúrda. Talsmaður aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu sagði í morgun að fjórtán 107 mm eldflaugum hefði verið skotið á herstöðina og þrjár hefðu lent í henni. Þrjár eldflaugar eru sagðar hafa lent á íbúðasvæði nærri herstöðinni og flugvelli Irbil. Update: CJTF-OIR confirms approx. 14 107 mm rockets launched with 3 impacting within EAB, Feb 15 at 2130 hours (Iraqi time).One civilian contractor was killed (Not US), and 9 injured ( 8 CIV contractors/ 1 US MIL) - 4 US/ 1 US MIL concussion protocol.— OIR Spokesman Col. Wayne Marotto (@OIRSpox) February 16, 2021 Spenna milli hersveita Bandaríkjanna og írakskra og kúrdískra bandamanna þeirra annars vegar og hersveita sem studdar eru af Íran hins vegar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Tiltölulega lítið þekkt sveit, sem kallast Awliya al-Dam, eða Verjendur blóðs, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sú sveit tengist yfirvöldum í Íran og Hezbollah. Samkvæmt frétt Guardian ber sveitin einnig ábyrgð á tveimur sprengjuárásum á bílalestir Bandaríkjanna í Írak síðasta sumar. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á kjörtímabili sínu að árásir á bandaríkjamenn myndu leiða til umfangsmikilla loftárása Bandaríkjanna á sveitir Írana í Írak. Þegar bandarískur verktaki dó í Kirkuk árið 2019 svaraði Trump fyrir þá árás með því að ráða hershöfðingjann Qassem Soleimani af dögum í loftárás í Írak og Abu Mahdi al-Muhandis, sem leiddi valdamikla sveit í Írak. Sjá einnig: Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Barham Saleh, forseti Íraks, hefur fordæmt árásina og sagði í yfirlýsingu að um hættulega stigmögnun væri að ræða. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að rannsókn muni fara fram og þeir sem hafi skotið eldflaugunum verði dregnir til ábyrgðar.
Írak Íran Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira