Eins og flestum er kunnugt er Pakistaninn Ali Sadpara annar þeirra sem er saknað á K2 ásamt íslenska fjallakappanum John Snorra Sigurjónssyni. Hinn er Juan Pablo Mohr frá Chile.
Sajid var í hópnum þegar lagt var á fjallið en neyddist til að snúa við.
— Sajid Ali Sadpara (@sajid_sadpara) February 16, 2021
Í myndskeiðinu varar hann við óprúttnum aðilum og fölskum sögusögnum, sem hafa flogið hátt í pakistönskum afkimum netheima.
Má þar meðal annars nefna „fréttir“ af því að Ali Sadpara hefði náð á toppinn, fyrstur allra Pakistana, sem fóru um eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum á svipuðum tíma og félaganna var fyrst saknað.
Þá hafa síðustu daga birst „fregnir“ þess efnis að pakistanski herinn hafi fundið og bjargað Ali.
Sajid hvetur fólk til að tilkynna falsfréttir af þessu tagi og bendir þeim sem vilja fylgjast með málum á rétta samfélagsmiðlaaðganga sína og föður síns.
Hér má finna fréttaflutningur af falsfréttunum.