Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 17:53 Getty Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar. Lögreglan greindi frá því á Twitter fyrr í kvöld að sendiráðið hafi verið rýmt. Götunni var lokað á meðan rannsókn stóð yfir á „grunsamlegum aðstæðum.“ Vegfarendur voru beðnir um að finna sér aðra leið en um Dags Hammerskjöld-götu til að komast leiðar sinnar en nú fyrir stundu greindi lögreglan frá því að aðgerðum væri að ljúka, hreinsunarstarf standi yfir og að búist sé við að gatan verði opnuð aftur fljótlega. Vi har været tilstede i.f.b.m en mistænkelig genstand ved den Amerikanske Ambassade. Intet om sagen, og vi er i gang med oprydning og forventer at kunne åbne op inden for ganske kort tid. #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 17, 2021 Ekstra Bladet greindi frá því að sprengjusveitin hafi verið á vettvangi og hafi meðal annars notast við vélmennið Rulle-Marie. Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og hundar voru einnig á vettvangi. Lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvers eðlis aðgerðirnar voru eða hvaða grunsemdir var verið að rannsaka en aðgerðin hófst um klukkan 16:30 að staðartíma. Rétt fyrir klukkan sex voru íbúar í nágrenninu og sem búa fyrir ofan sendiráðið beðnir um að halda sig fjarri gluggum en skipunin barst frá manni með gjallarhorn að því er segir í frétt Ekstra Bladed. Á sama tíma var borinn út úr húsinu hlutur sem helst líktist plastflösku. „Við fyrstu sýn lítur þetta út eins og plastflaska með límbandi á,“ sagði vitni á svæðinu við Ekstra Bladet. Til stóð að taka röntgen-myndir af hlutnum. Blaðamaður B.T. á vettvangi segir að liðsmaður sprengjusveitarinnar hafi haldið á flöskunni en sá hafi að því er virðist ekki verið sérstaklega vel varinn hvað varðar sprengjuhlífðarbúnað. Fréttin verður uppfærð. Danmörk Bandaríkin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Lögreglan greindi frá því á Twitter fyrr í kvöld að sendiráðið hafi verið rýmt. Götunni var lokað á meðan rannsókn stóð yfir á „grunsamlegum aðstæðum.“ Vegfarendur voru beðnir um að finna sér aðra leið en um Dags Hammerskjöld-götu til að komast leiðar sinnar en nú fyrir stundu greindi lögreglan frá því að aðgerðum væri að ljúka, hreinsunarstarf standi yfir og að búist sé við að gatan verði opnuð aftur fljótlega. Vi har været tilstede i.f.b.m en mistænkelig genstand ved den Amerikanske Ambassade. Intet om sagen, og vi er i gang med oprydning og forventer at kunne åbne op inden for ganske kort tid. #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 17, 2021 Ekstra Bladet greindi frá því að sprengjusveitin hafi verið á vettvangi og hafi meðal annars notast við vélmennið Rulle-Marie. Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og hundar voru einnig á vettvangi. Lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvers eðlis aðgerðirnar voru eða hvaða grunsemdir var verið að rannsaka en aðgerðin hófst um klukkan 16:30 að staðartíma. Rétt fyrir klukkan sex voru íbúar í nágrenninu og sem búa fyrir ofan sendiráðið beðnir um að halda sig fjarri gluggum en skipunin barst frá manni með gjallarhorn að því er segir í frétt Ekstra Bladed. Á sama tíma var borinn út úr húsinu hlutur sem helst líktist plastflösku. „Við fyrstu sýn lítur þetta út eins og plastflaska með límbandi á,“ sagði vitni á svæðinu við Ekstra Bladet. Til stóð að taka röntgen-myndir af hlutnum. Blaðamaður B.T. á vettvangi segir að liðsmaður sprengjusveitarinnar hafi haldið á flöskunni en sá hafi að því er virðist ekki verið sérstaklega vel varinn hvað varðar sprengjuhlífðarbúnað. Fréttin verður uppfærð.
Danmörk Bandaríkin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira