Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:04 Yfirvöld í Ástralíu hafa mótmælt aðgerð Facebook. Getty/Robert Cianflone Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. Með þessari aðgerð vill Facebook svara áströlsku lagafrumvarpi sem myndi skylda tæknirisa á borð við Facebook og Google til þess að borga fyrir fréttaefni. Lokunin gerir það að verkum að Ástralir geta nú hvorki nálgast Facebook-síður ástralskra né alþjóðlegra fréttamiðla þar sem þær hafa verið „blokkaðar“. Þá geta þeir sem eru utan Ástralíu ekki nálgast neinar færslur á áströlskum fréttamiðlum; ef til dæmis er farið inn á Facebook-síðu eins stærsta dagblaðs landsins, The Herald Sun, er þar ekki að finna neinar færslur yfirhöfuð. Yfirvöld í Ástralíu hafa harðlega gagnrýnt lokunina og segja hana sýna glöggt hversu mikil völd tæknirisarnir hafa á markaðnum. watch on YouTube Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir lokunina geta haft mikil samfélagsleg áhrif en um sautján milljónir Ástrala heimsækja Facebook að minnsta kosti mánaðarlega. Hann segir ríkisstjórnina staðráðna í að samþykkja lagafrumvarpið og segir yfirvöld vilja sjá Facebook áfram í Ástralíu. „En mér finnst þessi aðgerð þeirra bæði ónauðsynleg og röng,“ segir Frydenberg. Yfirvöld í Ástralíu segja lagasetninguna eiga að jafna leikinn á milli hefðbundinna fréttamiðla og tæknirisanna. Líkt og víðar í heiminum hafa hefðbundnir fréttamiðlar í Ástralíu barist í bökkum undanfarin ár. Ein ástæðan er talin vera sá mikli fjöldi auglýsinga sem seldur er til Facebook og Google en tölurnar sýna að fyrir hverja 100 ástralska dollara sem fyrirtæki verja í stafrænar auglýsingar fer 81 dollari til þessara tveggja fyrirtækja. Bæði Google og Facebook hafa barist gegn lagasetningunni. Fyrirtækin segja frumvarpið ekki endurspegla hvernig internetið virki og að lögin myndu refsa þeim á ósanngjarnan hátt. Engu að síður hefur Google nýlega samið um að greiða fyrir fréttir frá þremur af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum Ástralíu. Ástralía Facebook Fjölmiðlar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Með þessari aðgerð vill Facebook svara áströlsku lagafrumvarpi sem myndi skylda tæknirisa á borð við Facebook og Google til þess að borga fyrir fréttaefni. Lokunin gerir það að verkum að Ástralir geta nú hvorki nálgast Facebook-síður ástralskra né alþjóðlegra fréttamiðla þar sem þær hafa verið „blokkaðar“. Þá geta þeir sem eru utan Ástralíu ekki nálgast neinar færslur á áströlskum fréttamiðlum; ef til dæmis er farið inn á Facebook-síðu eins stærsta dagblaðs landsins, The Herald Sun, er þar ekki að finna neinar færslur yfirhöfuð. Yfirvöld í Ástralíu hafa harðlega gagnrýnt lokunina og segja hana sýna glöggt hversu mikil völd tæknirisarnir hafa á markaðnum. watch on YouTube Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir lokunina geta haft mikil samfélagsleg áhrif en um sautján milljónir Ástrala heimsækja Facebook að minnsta kosti mánaðarlega. Hann segir ríkisstjórnina staðráðna í að samþykkja lagafrumvarpið og segir yfirvöld vilja sjá Facebook áfram í Ástralíu. „En mér finnst þessi aðgerð þeirra bæði ónauðsynleg og röng,“ segir Frydenberg. Yfirvöld í Ástralíu segja lagasetninguna eiga að jafna leikinn á milli hefðbundinna fréttamiðla og tæknirisanna. Líkt og víðar í heiminum hafa hefðbundnir fréttamiðlar í Ástralíu barist í bökkum undanfarin ár. Ein ástæðan er talin vera sá mikli fjöldi auglýsinga sem seldur er til Facebook og Google en tölurnar sýna að fyrir hverja 100 ástralska dollara sem fyrirtæki verja í stafrænar auglýsingar fer 81 dollari til þessara tveggja fyrirtækja. Bæði Google og Facebook hafa barist gegn lagasetningunni. Fyrirtækin segja frumvarpið ekki endurspegla hvernig internetið virki og að lögin myndu refsa þeim á ósanngjarnan hátt. Engu að síður hefur Google nýlega samið um að greiða fyrir fréttir frá þremur af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum Ástralíu.
Ástralía Facebook Fjölmiðlar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira