Forsætisráðherrann segir af sér eftir handtöku stjórnarandstöðuleiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2021 08:09 Hinn 45 ára Giorgi Gakharia hefur gegnt embættinu frá í september 2019. Getty Giorgi Gakahria, forsætisráðherra Georgíu, hefur sagst ætla að segja af sér embætti eftir að leiðtogi stjórnarandstöðu landsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gakahria segist grípa til þessa ráðs í tilraun til að koma í veg fyrir frekari klofning meðal þjóðarinnar. Mikil óvissa og spenna hefur verið í georgískum stjórnmálum allt frá þingkosningunum sem fram fóru í landinu í október. Í yfirlýsingu frá forsætisráðherranum segir hann að hann muni segja af sér vegna deilna innan eigin flokks um handtökuna á stjórnarandstöðuleiðtoganum Nika Melia, formanni Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar. „Því miður tókst mér ekki að ná samstöðu innan míns liðs um málið svo ég hef ákveðið að segja af mér,“ segir hinn 45 ára Gakharia sem hefur gegnt embættinu frá í september 2019. Sagði hann óeiningu innan ríkisstjórnarinnar geta ógnað heilsu og lífi Georgíumanna og valdið auknum klofningi meðal þjóðarinnar. Hinn 41 árs gamli Melia var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að dómstóll hafnaði kröfu um að honum yrði sleppt gegn tryggingu. Hann er sakaður um að hafa skipulagt miklar óeirðir og ofbeldi í fjöldamótmælum í höfuðborginni Tbilisi árið 2019. Georgía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Sjá meira
Mikil óvissa og spenna hefur verið í georgískum stjórnmálum allt frá þingkosningunum sem fram fóru í landinu í október. Í yfirlýsingu frá forsætisráðherranum segir hann að hann muni segja af sér vegna deilna innan eigin flokks um handtökuna á stjórnarandstöðuleiðtoganum Nika Melia, formanni Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar. „Því miður tókst mér ekki að ná samstöðu innan míns liðs um málið svo ég hef ákveðið að segja af mér,“ segir hinn 45 ára Gakharia sem hefur gegnt embættinu frá í september 2019. Sagði hann óeiningu innan ríkisstjórnarinnar geta ógnað heilsu og lífi Georgíumanna og valdið auknum klofningi meðal þjóðarinnar. Hinn 41 árs gamli Melia var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að dómstóll hafnaði kröfu um að honum yrði sleppt gegn tryggingu. Hann er sakaður um að hafa skipulagt miklar óeirðir og ofbeldi í fjöldamótmælum í höfuðborginni Tbilisi árið 2019.
Georgía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Sjá meira