Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:34 Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira