Börn nú í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum Eiður Þór Árnason skrifar 19. febrúar 2021 00:00 Talið er að eitt af hverjum sex börnum sem búa á átakasvæðum eigi á hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi. Getty/Ismael Adnan Rannsóknir sýna að börn eiga í tífalt meiri hættu núna en árið 1990 að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 72 milljónir barna eru sögð búa á átakasvæðum nálægt hópum sem eru líklegir til að beita kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira