Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 13:41 Frá fundi indverskra og kínverskra hermanna í Himalæjafjöllum þann 10. febrúar. Ríkin féllust nýverið á að draga úr spennu á svæðinu. AP/Her Indlands Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár. Strax í kjölfar átakanna á landamærum ríkjanna í sumar tilkynntu Indverjar að tuttugu hermenn þeirra hefðu fallið og sökuðu þeir Kínverja um beita frumstæðum en hættulegum bareflum. Meðal annars sögðu þeir kínverska hermenn hafa beitt naglakylfum. Þetta var í fyrsta sinn í 45 ár sem mannfall varð á landamærunum og sökuðu ráðamenn ríkjanna hermenn hins ríkisins um að hafa farið fyrst yfir landamærin í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Sjá einnig: Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Talið var að kínverskir hermenn hefðu einnig fallið og sögðust Indverjar hafa hlerað skilaboð um að rúmlega fjörutíu hermenn hefðu fallið eða særst. AP fréttaveitan hefur eftir indverskum embættismanni að indverjar telji nú að minnst fjórtán kínverskir hermenn hefðu særst og átta þeirra dáið. Einn ríkismiðla Kína sagði frá því í morgun að fjórir hermenn sem hefðu fallið hefðu verið heiðraðir og að ofursti sem leiddi þá og hafi særst alvarlega hafi fengið verðlaun fyrir að verja landamæri ríkisins. Four Chinese soldiers, who were sacrificed in last June's border conflict, were posthumously awarded honorary titles and first-class merit citations, Central Military Commission announced Friday. A colonel, who led them and seriously injured, was conferred with honorary title. pic.twitter.com/Io9Wk3pXaU— People's Daily, China (@PDChina) February 19, 2021 Frá því í sumar hafa bæði ríkin sent tugi þúsunda hermanna að landamærunum og komið þar fyrir vopnum og öðrum búnaði. Samband ríkjanna hefur boðið verulega hnekki samhliða deilunum. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Síðan þá hafa landamæri ríkjanna í raun ekki verið skilgreind og hefur þess í stað verið farið eftir því hvaða ríki stýrir hvaða svæði. Nýverið komust ríkin þó að samkomulagi um að draga hermenn af svæðinu og breikka bilið milli fylkinga, er svo má að orði komast. Frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna mun fara fram um helgina, samkvæmt frétt Times of India. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Strax í kjölfar átakanna á landamærum ríkjanna í sumar tilkynntu Indverjar að tuttugu hermenn þeirra hefðu fallið og sökuðu þeir Kínverja um beita frumstæðum en hættulegum bareflum. Meðal annars sögðu þeir kínverska hermenn hafa beitt naglakylfum. Þetta var í fyrsta sinn í 45 ár sem mannfall varð á landamærunum og sökuðu ráðamenn ríkjanna hermenn hins ríkisins um að hafa farið fyrst yfir landamærin í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Sjá einnig: Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Talið var að kínverskir hermenn hefðu einnig fallið og sögðust Indverjar hafa hlerað skilaboð um að rúmlega fjörutíu hermenn hefðu fallið eða særst. AP fréttaveitan hefur eftir indverskum embættismanni að indverjar telji nú að minnst fjórtán kínverskir hermenn hefðu særst og átta þeirra dáið. Einn ríkismiðla Kína sagði frá því í morgun að fjórir hermenn sem hefðu fallið hefðu verið heiðraðir og að ofursti sem leiddi þá og hafi særst alvarlega hafi fengið verðlaun fyrir að verja landamæri ríkisins. Four Chinese soldiers, who were sacrificed in last June's border conflict, were posthumously awarded honorary titles and first-class merit citations, Central Military Commission announced Friday. A colonel, who led them and seriously injured, was conferred with honorary title. pic.twitter.com/Io9Wk3pXaU— People's Daily, China (@PDChina) February 19, 2021 Frá því í sumar hafa bæði ríkin sent tugi þúsunda hermanna að landamærunum og komið þar fyrir vopnum og öðrum búnaði. Samband ríkjanna hefur boðið verulega hnekki samhliða deilunum. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Síðan þá hafa landamæri ríkjanna í raun ekki verið skilgreind og hefur þess í stað verið farið eftir því hvaða ríki stýrir hvaða svæði. Nýverið komust ríkin þó að samkomulagi um að draga hermenn af svæðinu og breikka bilið milli fylkinga, er svo má að orði komast. Frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna mun fara fram um helgina, samkvæmt frétt Times of India. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn.
Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57