Grímur tekur aftur við miðlægri rannsóknardeild lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 15:05 Grímur Grímsson tekur aftur við starfi yfirlögregluþjóns og þar með yfirmanns miðlægrar deildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Stefán Óli Grímur Grímsson, sem undanfarin þrjú ár hefur starfað sem tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol, tekur við sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu í apríl. Grímur staðfestir þetta við Mbl.is í dag. Þann 1. apríl verða þrjú ár liðin síðan hann tók við stöðunni hjá Europol en staðan var til þriggja ára með mögulega á eins árs framlengingu. Grímur tók við starfinu af Karli Steinari Valssyni sem hafði þá verið tengiliður Íslands hjá Europol árin á undan. Grímur og Karl Steinar höfðu í raun sætaskipti þann 1. apríl 2018 þegar Grímur fór til Hollands og Karl Steinar tók við miðlægu deildinni af Grími. Karl Steinar tók til starfa sem yfirlögregluþjónn alþjóðsviðs ríkislögreglustjóra þann 1. janúar. Síðan þá hefur Margeir Sveinsson stýrt miðlægri deild lögreglunnar. Miðlæg rannsóknardeild embættisins er staðsett á Hverfisgötu en deildin annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Morðið í Rauðagerði er á meðal mála sem miðlæga deildin hefur til rannsóknar þessa dagana. Grímur segist í samtali við Mbl.is hlakka til að koma til baka og muni nýta þá þekkingu sem hann hafi aflað sér ytra. Grímur sótti um starf ríkislögreglustjóra á síðasta ári þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var ráðin í stöðuna. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Vistaskipti Lögreglan Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þann 1. apríl verða þrjú ár liðin síðan hann tók við stöðunni hjá Europol en staðan var til þriggja ára með mögulega á eins árs framlengingu. Grímur tók við starfinu af Karli Steinari Valssyni sem hafði þá verið tengiliður Íslands hjá Europol árin á undan. Grímur og Karl Steinar höfðu í raun sætaskipti þann 1. apríl 2018 þegar Grímur fór til Hollands og Karl Steinar tók við miðlægu deildinni af Grími. Karl Steinar tók til starfa sem yfirlögregluþjónn alþjóðsviðs ríkislögreglustjóra þann 1. janúar. Síðan þá hefur Margeir Sveinsson stýrt miðlægri deild lögreglunnar. Miðlæg rannsóknardeild embættisins er staðsett á Hverfisgötu en deildin annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Morðið í Rauðagerði er á meðal mála sem miðlæga deildin hefur til rannsóknar þessa dagana. Grímur segist í samtali við Mbl.is hlakka til að koma til baka og muni nýta þá þekkingu sem hann hafi aflað sér ytra. Grímur sótti um starf ríkislögreglustjóra á síðasta ári þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var ráðin í stöðuna. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur.
Vistaskipti Lögreglan Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira