DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 16:31 Sindri Örn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn um hálft ár. Vísir/Egill Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng konu aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. DNA-sýni lykilgagn í máli Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við konuna af kynferðislegum toga. Hann viðurkenndi þó að hafa komið í herbergið þar sem konan lá og lagst í rúm þar sem hún var sofandi. Hann sagðist í mesta lagi hafa rekist utan í hana í rúminu. Konan lýsti því að hafa vaknað við að einhver var að snerta hana og „fara niður“ á hana. Hún hefði talið að um væri að ræða annan karlmann, sem átti heima í húsinu og hún hafði hitt um kvöldið á veitingastað, en áttað sig á að sá lá sofandi við hlið hennar. Hún hefði áttað sig á því að um væri að ræða Sindra Örn og þá hefði hún frosið. Til stuðnings framburði konunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði konunnar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá konunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Langsóttar skýringar Landsréttur taldi skýringar Sindra Arnar langsóttar og ósennilegar. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði sett lim sinn í leggöng konunnar. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að Sindri Örn er 21 ári eldri en konan. Sindri Örn var 39 ára þegar brotið átti sér stað svo brotaþoli hefur verið átján ára. Segir í niðurstöðu Landsréttar að hann hafi nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar með grófum hætti. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem lágu fyrir um andlegar afleiðingar brotaþola voru miskabætur ákvarðaðar 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng konu aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. DNA-sýni lykilgagn í máli Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við konuna af kynferðislegum toga. Hann viðurkenndi þó að hafa komið í herbergið þar sem konan lá og lagst í rúm þar sem hún var sofandi. Hann sagðist í mesta lagi hafa rekist utan í hana í rúminu. Konan lýsti því að hafa vaknað við að einhver var að snerta hana og „fara niður“ á hana. Hún hefði talið að um væri að ræða annan karlmann, sem átti heima í húsinu og hún hafði hitt um kvöldið á veitingastað, en áttað sig á að sá lá sofandi við hlið hennar. Hún hefði áttað sig á því að um væri að ræða Sindra Örn og þá hefði hún frosið. Til stuðnings framburði konunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði konunnar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá konunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Langsóttar skýringar Landsréttur taldi skýringar Sindra Arnar langsóttar og ósennilegar. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði sett lim sinn í leggöng konunnar. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að Sindri Örn er 21 ári eldri en konan. Sindri Örn var 39 ára þegar brotið átti sér stað svo brotaþoli hefur verið átján ára. Segir í niðurstöðu Landsréttar að hann hafi nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar með grófum hætti. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem lágu fyrir um andlegar afleiðingar brotaþola voru miskabætur ákvarðaðar 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira