„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 16:07 Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall. „Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“ Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
„Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“
Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira