Ætla að opna hárgreiðslustofur og leyfa áhorfendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2021 17:36 Boris Johnson, breski forsætisráðherrann, með áætlunina í svartri möppu. Hann verður ef til vill ánægður að komast í klippingu þann 12. apríl ef áætlunin heldur. AP/Matt Dunham Skólar verða opnaðir á ný á Bretlandi þann 8. mars og fólk á dvalarheimilum má fá einn gest. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áform um afléttingu takmarkana í dag. Áætlun Bretlandsstjórnar skiptist í fjóra hluta en greindum smitum á dag hefur fækkað mikið frá hápunktinum um áramótin. Á milli skrefanna fjögurra munu stjórnvöld safna saman gögnum og skoða þau til þess að ákveða hvort ráðlegt sé að halda áfram. Breytingarnar munu taka gildi á landinu öllu. Skólar opnaðir og hittingar utandyra Strax þann 8. mars verða skólar opnaðir á ný og Bretum verður leyft að hitta að hámarki einn utandyra, til dæmis til þess að fá sér kaffibolla saman. Íbúar dvalarheimila mega fá að hámarki einn gest en að öðru leyti eiga landsmenn enn að halda sig heima. Fyrsti hluti áætlunarinnar er tvískiptur en þann 29. mars verður heimilt að koma saman utandyra í sex manna hópum. Íþróttaiðkun utandyra verður leyfð á ný og tilskipun um að halda sig heima fellur úr gildi. Fólki verður þó enn ráðlagt að vinna að heiman. Allir í klippingu Stefnt er að því að heimila opnun hárgreiðslu- og naglastofa og annarrar starfsemi sem ekki telst bráðnauðsynleg þann 12. apríl. Loksins komast Bretar sum sé í klippingu. Bjórþyrstir Bretar geta svo mætt aftur á barinn þennan sama dag, en einungis utandyra. Líkamsræktarstöðvar, dýragarðar og sundlaugar verða opnaðar á ný og þrjátíu mega sækja jarðarfarir. Raheem Sterling skoraði sigurmark Manchester City gegn Arsenal um helgina en engir áhorfendur voru á vellinum til að fagna markinu. Það gæti breyst þann 17. maí.AP/Julian Finney Áhorfendur á íþróttaleikjum Þann 17. maí, sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna, verða samkomur utandyra takmarkaðar við þrjátíu og sex verður heimilt að hittast innanhúss. Hægt verður að setjast inn á krár eða í bíósal. Áhugafólk um íþróttir gleðst væntanlega yfir þeim tíðindum að til stendur að leyfa þúsund áhorfendur innanhúss og fjögur þúsund undir berum himni. Á stórum leikvöngum, til dæmis knattspyrnuvöllum, mega áhorfendur vera tíu þúsund. Síðasti hlutinn er svo þann 21. júní og er stefnt að því að afnema allar takmarkanir á samkomur þann dag. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Áætlun Bretlandsstjórnar skiptist í fjóra hluta en greindum smitum á dag hefur fækkað mikið frá hápunktinum um áramótin. Á milli skrefanna fjögurra munu stjórnvöld safna saman gögnum og skoða þau til þess að ákveða hvort ráðlegt sé að halda áfram. Breytingarnar munu taka gildi á landinu öllu. Skólar opnaðir og hittingar utandyra Strax þann 8. mars verða skólar opnaðir á ný og Bretum verður leyft að hitta að hámarki einn utandyra, til dæmis til þess að fá sér kaffibolla saman. Íbúar dvalarheimila mega fá að hámarki einn gest en að öðru leyti eiga landsmenn enn að halda sig heima. Fyrsti hluti áætlunarinnar er tvískiptur en þann 29. mars verður heimilt að koma saman utandyra í sex manna hópum. Íþróttaiðkun utandyra verður leyfð á ný og tilskipun um að halda sig heima fellur úr gildi. Fólki verður þó enn ráðlagt að vinna að heiman. Allir í klippingu Stefnt er að því að heimila opnun hárgreiðslu- og naglastofa og annarrar starfsemi sem ekki telst bráðnauðsynleg þann 12. apríl. Loksins komast Bretar sum sé í klippingu. Bjórþyrstir Bretar geta svo mætt aftur á barinn þennan sama dag, en einungis utandyra. Líkamsræktarstöðvar, dýragarðar og sundlaugar verða opnaðar á ný og þrjátíu mega sækja jarðarfarir. Raheem Sterling skoraði sigurmark Manchester City gegn Arsenal um helgina en engir áhorfendur voru á vellinum til að fagna markinu. Það gæti breyst þann 17. maí.AP/Julian Finney Áhorfendur á íþróttaleikjum Þann 17. maí, sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna, verða samkomur utandyra takmarkaðar við þrjátíu og sex verður heimilt að hittast innanhúss. Hægt verður að setjast inn á krár eða í bíósal. Áhugafólk um íþróttir gleðst væntanlega yfir þeim tíðindum að til stendur að leyfa þúsund áhorfendur innanhúss og fjögur þúsund undir berum himni. Á stórum leikvöngum, til dæmis knattspyrnuvöllum, mega áhorfendur vera tíu þúsund. Síðasti hlutinn er svo þann 21. júní og er stefnt að því að afnema allar takmarkanir á samkomur þann dag.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent