Langvarandi áhrif Covid-19 minnki yfirleitt með tímanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 21:01 Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson Tæp sjötíu prósent þeirra sem greindust með covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi segjast hafa fundið fyrir þreytu og um helmingur hefur fundið fyrir verkjum og mæði, eftir að hafa jafnað sig af sjúkdómnum sjálfum. Langvarandi áhrif covid-19 fari þó minnkandi með tímanum. Þetta segir Sigríður Zoega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, en hún heldur utan um rannsókn um eftirköst covid-19 á Íslandi. Sigríður segir að þau eftirköst sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkisslögreglustjóra, lýsti í samtali við fréttastofu í dag séu í nokkru samræmi við fyrstu niðurstöður úr þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar. „Þær ríma nokkuð vel við þær niðurstöður sem við fengum úr fyrstu bylgjunni þegar við spurðum fólk um líðan þeirra þremur til sex mánuðum eftir að þau veiktust. Þá voru tæp sjötíu prósent sem greindu frá því að þau finndu fyrir þreytu, helmingur fann fyrir verkjum og mæði og um tuttugu og fimm til þrjátíu prósent fann fyrir skerðingu á bragð og lyktarskini,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þessar niðurstöður séu í samræmi við sambærilegar erlendar rannsóknir. Sigríður segir að enn sé erfitt að segja til um það hversu langvarandi afleiðingarnar eru. „Við vitum það náttúrlega ekki í raun. Það er eitt ár frá fyrsta smiti núna í þessari viku og við vitum ekki hversu langvarandi þessi áhrif eru. En í Bretlandi þá hafa þeir búið til leiðbeiningar um meðferð sjúklinga með langvinnt covid og þeir hafa skilgreint það sem einkenni sem að vara í framhaldi af sjúkdómnum í allt að tólf vikur eða lengur og sem sem sagt ekki er hægt að skýra með öðrum sjúkdómum,“ segir Sigríður. Rannsókn heldur áfram Til stendur að halda áfram að rannsaka langvarandi afleiðingar covid hér á landi. „Við erum að hefja rannsókn núna þar sem við ætlum að leggja spurningalista aftur fyrir fólk núna ári eftir að það veiktist og við ætlum jafnframt líka að skoða líðan þeirra sem að veiktust núna í annarri og þriðju bylgju,“ segir Sigríður. Í raun séu engar vísbendingar ennþá um það hversu lengi eftirköst geti varað. „Erlendar rannsóknir hafa í raun allar sagt það sama, við vitum ekki hversu lengi þessi einkenni munu vara en við sjáum það yfirleitt að þau minnka með tímanum,“ segir Sigríður og ítrekar um leið mikilvægi þess að halda áfram öflugum sóttvörnum, faraldrinum sé ekki lokið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Sigríður segir að þau eftirköst sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkisslögreglustjóra, lýsti í samtali við fréttastofu í dag séu í nokkru samræmi við fyrstu niðurstöður úr þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar. „Þær ríma nokkuð vel við þær niðurstöður sem við fengum úr fyrstu bylgjunni þegar við spurðum fólk um líðan þeirra þremur til sex mánuðum eftir að þau veiktust. Þá voru tæp sjötíu prósent sem greindu frá því að þau finndu fyrir þreytu, helmingur fann fyrir verkjum og mæði og um tuttugu og fimm til þrjátíu prósent fann fyrir skerðingu á bragð og lyktarskini,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þessar niðurstöður séu í samræmi við sambærilegar erlendar rannsóknir. Sigríður segir að enn sé erfitt að segja til um það hversu langvarandi afleiðingarnar eru. „Við vitum það náttúrlega ekki í raun. Það er eitt ár frá fyrsta smiti núna í þessari viku og við vitum ekki hversu langvarandi þessi áhrif eru. En í Bretlandi þá hafa þeir búið til leiðbeiningar um meðferð sjúklinga með langvinnt covid og þeir hafa skilgreint það sem einkenni sem að vara í framhaldi af sjúkdómnum í allt að tólf vikur eða lengur og sem sem sagt ekki er hægt að skýra með öðrum sjúkdómum,“ segir Sigríður. Rannsókn heldur áfram Til stendur að halda áfram að rannsaka langvarandi afleiðingar covid hér á landi. „Við erum að hefja rannsókn núna þar sem við ætlum að leggja spurningalista aftur fyrir fólk núna ári eftir að það veiktist og við ætlum jafnframt líka að skoða líðan þeirra sem að veiktust núna í annarri og þriðju bylgju,“ segir Sigríður. Í raun séu engar vísbendingar ennþá um það hversu lengi eftirköst geti varað. „Erlendar rannsóknir hafa í raun allar sagt það sama, við vitum ekki hversu lengi þessi einkenni munu vara en við sjáum það yfirleitt að þau minnka með tímanum,“ segir Sigríður og ítrekar um leið mikilvægi þess að halda áfram öflugum sóttvörnum, faraldrinum sé ekki lokið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira